Okei.

Allir sem eru að hafa verið í skóla kannast við það “að lesa upp” sem er alltaf gert í byrjun tíma.

Og ef viðkomandi svarar ekki þegar hann er lesinn upp þá er gefið seint, og svo tékkað í lok tímans hvort að nemandinn sé mættur, ef ekki… þá er gefið skróp.

En svo kemur nátturulega spurninginn, á að gefa seint ef manneskjan mætir í tíman á meðan það er verið að lesa upp?

Okei tökum dæmi… Anna og vinkona hennar Ólöf mæta á nákvæmlega sama tíma í kennslustund, en það er byrjað að lesa upp.
Anna fær seint því að það var búið að lesa upp nafnið hennar en Ólöf fær ekki seint, því að hún svara svo þegar loksins er komið að henni.

Er þetta ekki bara fáranlegt? Litla systir mín er einmitt með svona nafn sem er lesið mjög snemma upp og hefur oft og mörgum sinnum fengið seint fyrir það að mæta á meðan það er verið að lesa upp, einfaldlega vegna þess að hún er lesin upp lang-fyrst.

Persónulega finnst mér þetta fáranlegt og ætti það að vera í öllum skólareglum að það er ekki gefið seint nema ef manneskja er ekki mætt eftir að það er búið að lesa ALLA í bekknum upp.

Annað hvort það eða þá, að ef manneskja mætir meðan það er verið að lesa upp að hún fái sjálfkrafa seint þó svo að hún verði svo lesinn upp seinna.

Hvað finnst ykkur?