Í byrjun skólaársins 2002-2003 fékk ég hræðilegan íslensku/dönskukennara sem vissi ekki einu sinni hvernig maður getur fundið út hvort stafur er sérhljóði eða samhljóði. Þessi kona átti að undirbúa nemendur unglingastigs skólans míns fyrir þyngra íslenskunám í framtíðinni!! Ég var mjög ósátt við þig þetta og talaði við stjórn skólans þar sem ég bæði sagði skólastjórnendum að ég réði líklega betur við kennslu námsefnissins en sjálfur kennarinn auk þess sem helmingur tímans fór í feluleik. Í bókstaflegri merkingu!
Þessi kona fékk uppsagnarfrest á grundvelli þess að hún stæði ekki nógu vel að sér í námsefninu til þess að geta kennt það. Hún sagði upp og hætti. Í stað hennar fengum við sæmilegan dönskukennara og FRÁBÆRA konu til kennslu í íslensku.

Ég var einnig með annan kennara í fyrra sem kenndi mér 3 greinar (starfsfræðslu, samfélagsfræði & trúarbragðafr.) og virtist ekki ráða við kennsluna. Sú kona hafði reyndar vitið en hafði ekki gott lag á okkur nemendunum. Hinir mestu snilingar geta stundum ekki kennt. Því miður.
Hún hafði tamið sér alveg hrikalega og óskiljanlega glósutækni sem enginn hugsandi hugur gat lesið úr. Einnig átti hún það til að taka nemendur fyrir. Hún kippti t.d. stólum undan 3 manneskjum, þverneitaði fyrir það í áheyrn fullorðinna (jafnvel þó að hún vissi að heill bekkur hefði hoft á atburðinn) en afsakaði sig svo í bak og fyrir þegar enginn fullorðinn var nærri. Hún gaf sumum punkta án nokkurs tilefnis, hún reif kjaft og ásakaði nemendur um samsæri í þeim tímum sem við höfðum hljóð og vörum góð.
Yfir þessarri konu kvartaði allt unglingastigið í skólanum en skólanefndin sló málinu alltaf á frest..


Segið mér eitt, er þetta í lagi?