Hempuklæddi Hattarinn Himininn grét fögrum tárum sínum yfir skítuga borgina. Borgina sem hafði verið heimili hans í marga tugi ára. Hún hafði séð um hann og hann hafði litið eftir henni, hreinsað upp strætinn, tuktað til unglingana, týnt upp hundaskítinn.
Í hóp traustra vina hafði hann staðið gegn mótlætinu, en nú var kominn tími á að slaka á taumunum, gefa sér tíma fyrir sjálfan sig.
Setjast í helgann stein.
En hvernig myndi borginni hans reiða af án hans?
Mun hún geta staðið á eigin fótum gagnvart illskunni sem bíður við hvert fótmál? Og hvað ef…. DOKTOR FISKUR snéri nú aftur?
Hann þorði ekki að hugsa málið til enda.
En til Doktor Fisks hafði ekki sést síðan að hann sjálfur Hempuklæddi HAttarinn og aðstoðarmenn hans, Hin Fjögur Sem Eru Afskaplega Miklar Hetjur eyðileggðu geislabyssu hans og tortímdu þannig hugmyndum hans um heimsyfirráð. En hvað ef…?

Hann var of þreyttur. Of gamall. Of stirður og lúinn.
“Já, ég legg geislasvipuna á hilluna” hugsaði hann með sjálfum sér og tyllti sér í uppáhaldsstólinn sinn og virti fyrir sér hellinn sinn.
Hattarahellirinn var ekki óheimilislegur, ef tekið var tillit til þess að hann var grafinn út í fjallshlíð af 3000 mongólskum smábændum vopnuðum tréskeiðum eittþúsund árum fyrr. Það var heppni að hann skyldi hafa rekist á innganginn þegar hann var að byrja í bransanum, öllum þessum árum áður.
En honum hafði tekist að breyta honum frá helli yfir í… tja… etthvað allt annað og betra! Helli sem líka var heimili. Hann hafði meira segja sett upp gardínur. Það voru reyndar engir gluggar, en honum þótti gardínur hressa svo upp á staðinn að hann gat ekki sleppt þeim.
Já hér hafði hann upplifað marga raunina. Eins og þegar Herra Kjúklingur, aðstoðarmaður Doktor Fisks hafði uppgvötvað hellinn og tekið öll Hin Fjögur Sem Eru Afskaplega Miklar Hetjur til fanga! Ef hann hefði ekki verið vopnaður sinni traustu sykurslikju hefði ekki verið hægt að spyrja að leikslokum.
Eða þegar Vargálfur hin Óttalega hafði… úff… þetta var of mikið.
Hetjan stóð upp og fékk sér kaffisopa.

Í gegnum kaffiglasið birti soldið yfir heiminum. Hann fann sjálfstraust myndast innst inn í líkama sínum og þrýsta sér af stað. En það var bara gas að leyta sér útleiðar.
Samt sem áður tók hann ákvörðun. Hann gæti ekki farið frá borginni og vinum sínum án þess að binda hnút á þennan lausa þráð. Þráð sem gæti hengt þau öll.

Hann fylltist orku við þessa samhengislausu, ellihrumu hugsun og stökk á fætur og sullaði kaffi yfir sjálfan sig.
Hann yrði að hringja í Hin Fjögur Sem Eru Afskaplega Miklar Hetjur strax svo þau gætu komið saman til skrafs og ráðagerða.
Þau myndu telja hann brjálaðan að halda á slíkt feygðarflan, að leita uppi sjálfan Doktor Fisk, en þau yrðu að treysta á hann, eins og svo oft áður.
Í þetta síðasta skipti YRÐU þau að líta á hann sem leiðtoga sinn.