Í dag var ég í frosta, félagsmiðstöð Hagaskóla og Landakotsskóla (að ég held).
Það var billamót (Billjard í Frosta er kallaður billinn) Ég fór kl. 5:00 og komst í semi final af 16 sem keptu.
Ég fór þá heim kl. 7 (þá kemur 30 min. Kvöldmatur fyrir starfsmenn) og borðaði. Kem aftur, horfi á úrslita leikinn og fer svo í Pógó (að frumnafninu 4 scuer (4 ferningar)). Ég var í því þar til lokaði en mig langar að segja ykkur ítrarlegra frá deginum; Á billamótinu er ég að keppa við strák í semi final sem hótar að lemja mig ef ég ynni hann, ég tók þessu ekki sem gríni þar sem hann hefur áður sparkað í mig fyrir að vinna hann!

Eftir matinn í pógó(sjá skíringu neðst) þá voru MJÖG mikið af krökkum, um 20 til 30 krakkar. Ég er í röðinni og það er stelpa á undan mér, allt í lagi með það og svo kemur vinkana hennar og biður mig að koma fyrir aftan mig, en hún vildi það ekki svo hún spurði hvort hún mætti vera fyrir framan mig og ég játti því. Seinna er önnur stelpa á undan mér og svo kom ein vinkona hennar og tróð sér við hliðina á mér og svo 3 sec. seinna kom önnur og tróð sér hjá þeim, ég bað þær vitanlega að fara aftast í röðina en þær neituðu því þær ætluðu sko að vera með vinkonu sinni í röðinni !!!
Seinna eru tveir strákar á undan mér og kemur þá annar og ryðst fyrir framan mig, ég var að horfa annað og svo kallar einn í mig og segir að hann hafi verið að ryðjast. Ég bað hann að fara úr röðinni enn hann neitaði, ég ýtti honum út en hann kom bara aftur, ég reyndi að halda honum en þá, strákurinn fyrir attan mig, kemur og kallar “hvað er að þér maður, rosalega ertu eithvað pisst” ég segi á léttu nótunum”Er ég pisst?” hann kallar til baka “Já!” svo ég hætti bara að púkka uppá þann sem ruddist.
Þar sem ég er svona “góður”(ekki sjálfsálit) þá var alltaf þrír á móti mér svo ég yrði ekki kóngur, svo þegar ég var sleginn út þá var klappað og kallað í gleðiskyni og klappað á bakið á þeim sem sló mig út! Ég spurði einn strákinn hvað væri málið og þá sagði hann “já, þú ert svo pirrandi!” ég svara “ég? Pirrandi?” hann svarar “já þú ert svo góður og maður dettur alltaf út þegar þú ert og það er pirrandi!” ég hugsa með mér “jáhá!”
Svo kemur að því að ég slæ út strákinn sem kallaði á mig fyrr og hann verður allveg ógeðslega tapsár og labbar á öxlina á mér á leiðinni í röðina, ég var sleginn síðan út. Svo kem ég aftur og þá er hann kóngur og skítur honum beint í mig og salurinn hrósar honum og klappa! Svo í röðinni þá segir hann “Ég ætla bara að slá þig út því þú ert svo pirrandi!” ég svara “Ég pirrandi? Hvað réttlætir það þá að þú einblínir á mig og segir hinum að gera það líka?” hann segir”mér er alveg sama, og ert þú að þykjast vera einhver stórlax?” Ég svara neitandi og segi “já ef þú ætlar að slá mig alltaf beint út þá geri ég það bara líka við þig” hann svarar”já reyndu bara” og allt kemur fyrir ekki og ég slæ hann út og hann verður ÓGEÐSLEGA fúll og segir öllum í svona 20 sinn að reina bara að slá mig út!

Það sem mér finnst verst að þessu er hvernig sumt fólk verður tapsárt og fer að hóta manni bara fyrir það eina að vera betri en hann í þessu spili. Er það mér að kenna að ég sé betri en hann?


Pógó; er spil sem fjórir í einu geta spilað, kóngurinn er sá sem gefur upp og er númer 4 á myndinni. Hann verður að standa fyrir utan reitinn sinn og láta boltann skoppa einu sinni inní kassann en fyrir innan strikið. Leikurinn virkar eins og borðtennis, skoppa einu sinni í reitinn og slá svo. Maður verður alltaf að slá undir bolltann, ekki, ofaná hann eða í hliðina, þú verður að slá í annan reit en þinn. Þú verður ú ef þú slærð í þinn eigin reit, ef þú slærð út fyrir aðra reiti, ef þú nærð ekki að slá í boltann, ef boltinn er sleginn beint í þig og ef þú slærð ofaná hann. Sá sem er næstur að gera er dómarinn og dæmir á milli ef það er óljóst eða segir þeim að spila aftur. Sá sem kemur inn fer í númer 1 og fer svo hringinn (..2, 3 og 4)