Góðan daginn…
Ég er sjálfur í Verzló og sá að sjálfsögðu sýninguna. Stemmningin á pöllunum er miklu meira á nemendasýningunum heldur en nokkurn tíma á almenningssýningunum. Ástæðan er sú að á nemendasýningunum er ekki ólíklegt að þú þekkir 2-3 sem eru að dansa og sprella á sviðinu, en þú kannast hins vegar við alla.
Menn hafa svolítið verið að ræða hérna um ágæti FF og ég ætla að leggja mitt til málanna. Ég byrjaði mína skólagöngu í FB og við upphafi annar fékk ég nemendaskírteini. Á annarri hliðinni stóð Fjölbrautarskólinn í Breiðholti og á hinni var logo hinnar eiðsvörnu Verzló útvarpsstöðvar FM 95,7. FB er félagi í FF og mín reynsla af FF er ENGIN. Að hluta til vegna þess að það var EKKERT félagslíf í FB að undanskildu busaballinu á þessari haustönn. Þar voru menn að sjálfsögðu grand á því og sáu sér margir hverjir fært að mæta í íþróttabuxum og Liverpool keppnistreyju. Mér skildist síðan að félagslífið í FB hafi verið með miklu móti á þeirra mælikvarða á vorönninni. Á henni var meðal annars sett upp leikrit. Hana sáu nemendur skólans og síðan ekki söguna meir. Hún var ekkert auglýst í fjölmiðlum og því er ekki skrýtið að þær hafi ekki orðið fleiri en 5 almenningssýningar. Það má líka bæta því við að á vorönninni var starfrækt útvarp í FB. Þar var aðeins spilað aðallagið úr sýningunni stundum hálft sjaldan allt lagið. Síðan eftir spilunina hlógu menn mikið í útvarpinu að því hversu ömurlegt þetta lag væri. Það er naumast metnaðurinn í útvarpsmönnum FB.
Ég ætla aðeins að koma líka inná Wake me up before you gogo. Mér fannst synd að sjá hversu mikla vinna leikarar og dansarar lögðu á sig fyrir ekki betri söguþráð. Dansinn og leikurinn var stórkostlegur. Lögin voru ágæt, stundum svolítið asnalegir textarnir. Söguþráðurinn var fáránlegur….Tommi litli gerði marga skemmtilega hluti. Meðal annars hringdi hann í 118 til að fá upplýsingar. Að sjálfsögðu vita það allir heilvita menn að árið 1984 var númerið hjá Símaskrá: 02.
En þó svo að sumir hérna sjái sér fært að gagnrýna sýninguna án þess reyndar að hafa séð hana langar mig að biðja fólk að hætta þessum fordómum í garð verzlinga. Verzló hefur þann stimpil á sér að vera snobb skóli vegna þess að nemendurnir borga 50.000 kall fyrir fyrsta flokks menntun. Þetta er einfaldlega staðreynd. Viðskiptafræðingar eru almennt með hærri laun en smiðir, förðunarfræðingar, saumakonur, kennarar, matreiðslumenn. Þið megið alls ekki taka þessu sem einhverjum hroka, en ég fór í verzló vegna þess að hann bauð uppá það nám sem mig langar í. Ef að ég vildi verða smiður færi ég ekki í Verzló. En mig langar að vinna við viðskipti og því kýs ég að kaupa mér þá menntun sem mun koma mér best í starfi mínu í framtíðinni óháð því hvort að ég noti mikið af geli eða gangi í nýjum fötum.
Með inngönguskilyrði í Verzló og aðra skóla. Verzló hefur síðastliðin ár þurft að vísa frá sér nýnemum í tugavís vegna þess að ekki er aðstaða til að bjóða öllum uppá þá menntun sem þeir vilja og eru tilbúnir að borga fyrir.
Varðandi fjármál skólanna þá er það ljóst að verzló hefur meira fé undir höndum en aðrir skólar. Ef ég nota samanburðinn við FB aftur þá erum við með 2 virk skólablöð (Viljann og Kvasir), en FB er með eitt sem var gefið út á ljósriti í A3 og hengdi um á 2 stöðum á veggi skólans. En í þessum 2 skólablöðum Verzló eru alltaf nóg af auglýsingum til að fjármagna blöðin og fleira. Einnig þá gaf nenemdafélagið út glæsilegt skólablað sem spannaði 200 blaðsíður út fyrir 2 vikum. Mér persónulega fannst mjög leiðinlegt að lesa þetta blað því að það fór mjög illa í hendi og þurfti maður endalaust að vera að snúa því. En kæru ofurHUGAr, það eru ástæður fyrir því að utanskóla miðar á verzlóböll seljist upp nánast um leið og þeir koma í sölu. Ástæðan fyrir vinsældum er held ég sú að Verzló er með besta félagslífið og óumdeilandlega með bestu kennsluaðstöðuna. Mér er skítt sama þó að ég þurfi að fara í stærðfræði í Eimskip, eða dönsku í Þýsk-Íslenska, ef ég fæ það sem ég borga fyrir. Það er að segja góða kennslu.