Busaball í Hagaskóla gekk vel þar til það var búið.
Það byrjar allt með því að ég og vinur minn sem við köllum bara jón, setjumst á grindverk leikskólans sem er þarna hinum megin við götuna og erum að spjalla. Svo kemur drengur sem dregur athyglina til sín með því að spyrja hvernig honum hafi fundist á ballinu og Jón svarar játandi, í því kemur strákur aftan að honum, sem við kollum bara Arnar, og dregur hann niður, Jón fer í afturábak koddnís og Arnar reynir að sparka í hann þegar hann er að fara að setjast en hittir ekki.
Jón sest aftur niður á meðan krakkarnir sem voru með Arnari hrópa á Jón: Stattu upp fyrir þér maður og lemdu á móti! Engan aumingjaskap!
Arnar hrindir honum aftur niður og Jón fer annan koddnís nema þegar Jón stendur upp þá gefur Arnar honum kinnhest. Jón er ekki sáttur með það en gerir ekkert. Hinir krakkarnir kalla ennþá: Stattu upp fyrir þér maður og lemdu á móti! Engan aumingjaskap!
En hann svarar núna og segist ekki vilja nein slagsmál. Arnar vildi greinilega eitthvað action og hrindir honum í runnana sem voru fyrir aftan hann tvívegis þegar gangavörður í skólanum kemur og tekur Jón inní skólann.
Jón hringir í pabba sinn sem hringir á lögregluna.
Pabbi hans kemur 20 mínútum seinna og lögreglan rétt á eftir en þá er bara einn af þessum kauðum eftir og lögreglan tekur hann inní bíl og talar við hann, ég stend við hliðina á vini mínum meðan hann útskýrir fyrir lögreglunni um hvað hafi gerst og staðfesti.
Það sem mér finnst verst við þetta er hvernig krakkar eru orðin í dag.
Maður á óvini(þeir eru allavegana ekki vinir) og þeir ráðast á mann til að fá smá action!
Þetta er bara sorglegt.
og vinsamlegast ef þið vitið eithvað um þetta að nefna engin nöfn.