Jæja..
Þá er nýji Lækjarskólinn í Hafnarfirði kominn í notkun. Það vill svo til að ég geng í hann,er í 10. bekk, og ætla að skrifa nokkur orð.

Þessi nýji Lækjó er ALLT öðruvísi en sá gamli. Þessi er á 2 hæðum ásamt mjög flottri klósettaðstöðu sem er alveg eins og eru í kvikmyndahúsum. Er það þannig í öllum skólum kannski? Ég er búin að vera í gamla lækjó í 9. ár og þar voru hræðileg klósett sem alltaf voru skítug og illa þefjandi (illa þefjandi?) Svo er það matsalurinn, hann er huge miðað við þann sem var í hinum L. Unglingadeildinn er alveg í endanum og það er ömurlegt í matartímanum sem stendur frá 11:50 til 12:30. Við erum á sama tíma og litlu krakkarnir og þarsem núna er kominn heitur matur, fyrir þá sem eru í áskrift, myndast löng biðröð alveg fram eftir endilöngum ganginum. Við fáum ekki að sitja við matarborðin á meðan litlu krakkarnir éta. Það er ömurlegt skipulag á þessu en ég held að það eigi að vera þannig að yngri krakkarnir fái fyrstu 20 mín. til að borða en unglingadeildin seinni 20. mínúturnar. En auðvitað er það ekki þannig, allt fer í steik af því við eldri krakkarnir nennum ekki að bíða.. Svo má ekki ein einasta manneskja, sem ekki hefur matarbakka, vera inní salnum á meðan allir borða. Þarsem ég er ekki í áskrift, veit ég ekkert hvað ég á að gera. Það endar alltaf með því að ég heng í skápaskotinu uppi og chilla og hef ekkert að gera þessar 40 mín. Ekki get ég farið heim af því ég á heima í norðurhluta Hafnarfjarðar. Það liggur við að mig langi í gamla Lækjó *sniff**sniff* :D Í honum var hægt að loka salnum og það voru aldrei litlir krakkar að þvælast þarna, nema myndmenntin stundum þegar nýji var ekki komin í gagnið, en só what?? Núna eru þeir þarna alltaf og það er ekki hægt að loka neinum sal, allt er eitthvað svo opið og stórt. Og í þokkabót er tónmenntastofan innst inní matsalnum. Svo þurfti eitthver, arkitektin eða eikker, að klúðra DJ búrinu og allt stuffið þar inni er tengt við tónmenntastofuna og við fáum þess vegna ekkert að spila :(
Þetta átti nú ekkert að vera grein á leiðilegu nótunum -og það er fullt af góðum athugasemdum. T.d. fengum við skápa og þurfum því ekki að dröslast með allar bækurnar heim, þetta er ekki jafnt þröngt og litla hæðin okkar í gamla Lækjónum. (Eins og ég segji þá er þetta mjög opið og stórt). Svo er líka örugglega starfsmanna, kennara og skólastjóra aðstaðan mikið betri og það er mjög stórt anddyri þarsem skórnir eru geymdir.
Eins og ég sagðí þá ætlaði ég ekkert að vera að rakka skólann niður í þessari grein og ég er ágætlega ánægð með þetta alle sammen :)
C'ya ExZibit (da Girl) :P

P.s. Svo verður farið í Þórsmörk Miðvikudaginn 24. September! Veeiii takk Halli Stjóri :D