Ég ætla að byrja á því að segja ykkur öllum að þessi sýning hjá Versló var pjúral snilld og ekkert annað!!! Þannig er það einmitt alltaf í Versló, flottustu og mest umtöluðustu leikritin, mestu peningarnir o.s.frv. Gerið ykkur bara grein fyrir því að Wake me up… er skrifað fyrir aldurshópinn 15-25 ára og á að höfða til þeirra og til þess lífs sem þau þekkja best. Auðvitað eru menn ekki alltaf sammála um þetta, en almenningurinn í gegnum árin hefur alltaf sagt að sýningarnar hjá Versló séu þær glæsilegustu, flottustu og best undirbúnustu sýningar sem fyrirfinnast í íslenskum framhaldsskólum. Auðvitað á nemendafélagið talsverða peninga til að leggja í þetta, ég meina, skólafélagið er með langlangmestu veltuna miðað við önnur skólafélög. Ekkert skrýtið að mikill peningur sé lagður í þetta.
Þetta er séreinkenni Versló, Nemendamótið, og auðvitað á að reyna að láta sem mest á því bera ef það á að skila hagnaði!
Hvað varðar sviðsmenn, förðunardömur, búningadömur og slíkt vil ég segja ykkur að þetta er allt fólk úr skólanum sem býður sig fram til að ganga í þessi störf og leggja þennan ómælda tíma og strit í að gera þessa sýningu sem flottasta - ENDURGJALDSLAUST! Þau eru ekki að fá neitt fyrir þetta nema hrós og klapp á öxlina. Eins er það með leikarana, þeir eru bara í þessu ánægjunnar og reynslunnar vegna! Hvað varðar myndbandið, þá er það gert af videonefnd skólans, sem er nú ekki beinlínis þrælmenntaðir upptökumenn. Þetta myndband á að vera einfalt og stílhreint, eins og það er, og ekki gefa of mikið upp hvað sýningin fjallar um.
Við getum rifist endalaust um hvort sýningin sé léleg eða snilldarlega vel gerð, málið er bara að fólk fílar mismunandi hluti. Ég t.d fíla persónulega ekki leikrit eins og MH er að setja upp núna. Og það er pottþétt ekki peningamaskína, eins og leikritið hjá Versló. MH-ingar setja upp sýningar sem þeim finnst vera djúpar og þýðingamiklar, sem er bara fínt mál ef þú fílar þannig dæmi.
Þetta er bara persónulega mín skoðun, þið getið rifist og skammast en svona er þetta bara.
Samt held ég að flest ykkar sem hafa eitthvað slæmt að segja um sýninguna, séu með þvílíka fordóma gagnvart Versló! Ég bara skil ekki hvernig er hægt að setja alla í skólanum í sama flokk:Snobblið og ríkar tíkur!! Þannig er það alls ekki. Ég er t.d. í Versló, en er alls ekki snobb og ekki rík. Ég borga skólagjöldin mín sjálf, vinn með skóla til að geta djammað og borgað allt fyrir sjálfa mig. Ég á ekki bíl, fer ekki í ljós 5 sinnum í viku og er ekki ljóshærð!!!
Hugsiði aðeins málið áður en þið dæmið
Kv,
June