Ég var að lesa umræðuna um svindl hér fyrir neðan. Þar minntist einhver á það að kennarar hafi hjálpað nemendum sínum að svindla á samræmdum prófum í grunnskóla með því að benda þeim á rétt svör.

Þetta er ekkert einsdæmi og ekki nýtt af nálinni heldur. Þegar ég lauk grunnskóla fyrir um fimm árum var þetta nákvæmlega eins. Mér voru t.d. gefin nokkur svör á stærðfræðiprófinu og ég frétti það eftir prófin að kennarar hafi nánast leyst prófin fyrir þá sem fengu framlengdan tíma á prófinu (þá sem eiga í námserfiðleikum að stríða).

Ef þeir gerðu þetta til þess að aumka sig yfir nemendur sína þá finnst mér að þeir ættu að gera það á einhvern uppbyggilegri hátt. Svo getur einnig verið að eigin hagsmunir hafi ráðið mestu. Þegar ég fór í samræmdu var, að mig minnir, fyrsta árið sem birtar voru opinberar tölur um gengi allra grunnskóla í prófunum. Það getur verið að kennarar hafi bara viljað upphefja sjálfan sig til þess að geta sagt: “Sjáðu hvað krökkunum mínum gekk vel (ég er svo góður kennari).”.

Ég spyr: Hvað varð um siðferðiskennt fólks? Mér finnst þetta gróflega rangt. Þetta eru ekki einhverjir krakkabjánar (þá vísa ég ekki endilega í grunnskólanema almennt ;)), þetta eiga að heita fyrirmyndir.

Mér finnst að það ætti að taka þetta mál til athugunar því með þessu er verið að mismuna fólki mjög mikið.

Calliope