Þessi grein átti upphaflega að vera svar við grein um nýjar kennsluaðferðir í stærðfræði en textinn varð svo eiginlega og langur.
Mér finnst þessi nýja kennsluaðferð menntasamtakanna vera mjög sniðug. Ég hef lesið um rannsóknir á svipuðum aðferðum og þær sýna að nemendum gengur síst verr eftir svona kennslu.
Af hverju hefur þetta þá ekki verið tekið upp fyrr? Vegna peningaskorts. Þetta er dýr kennsluaðferð miðað við þær hefðbundnu, sérstaklega ef miðað er við fyrirlestraformið sem tíðkast í háskólum landsins.
Ég þekki það af eigin raun að sumar deildir Háskólans eru fjársveltar. Ég byrjaði í sálfræði síðasta haust og var þá troðið ásamt u.þ.b. 350 öðrum nýnemum í stærsta salinn í Háskólabíói og látin hlusta á fyrirlestra hjá kennurum sem hafa svo knappan tíma til þess að koma efninu á framfæri að þeir fara ekkert dýpra í efnið en kennslubækurnar gera.
Hvað á maður að fá út úr slíkri kennlu? Ég var í raun í sjálfsnámi allan síðasta vetur. Þessi ríkisstjórn verður að fara að forgangsraða og dæla meiri peningum í menntakerfið, það þýðir ekkert fyrir hana að setja upp hundshaus og segja: “Tjah, þetta gengur allt svo illa núna hjá ríkisskólunum, best að einkavæða.”
Calliope