Það hafa margir glaðst yfir að hafa fengið einkunnirnar sínar afhentar í Fjölbraut í Breiðholti…. og aðrir ekki, en það voru sumir (eins og ég) sem þurftu að fara í gegnum talsvert meira vesen heldur en aðrir til þess að fá einkunnirnar sínar, kannast einhver við að hafa fengið blað sem á stóð að þeir ættu eftir að greiða efniskostnað í einhverjum verklegum áföngum þegar þeir svo voru EKKI í neinum verklegum áföngum!
Ég fékk svoleiðis bréf og kvartaði mig hásan á skrifstofunni, en konurnar sem þar vinna sögðu þetta ekki sitt vandamál og bentu mér á að borga gíróseðilinn sem að ég hafði fengið sendann heim! HVAÐA GÍRÓSEÐIL!! Að lokum sögðu þær að fyrst ég hefði ekki verið í neinum áfanga sem að efniskostnaður ætti við þá ætti ég að tala við fjármálastjórann, humh, góð hugmynd…. ef hún hefði verið á staðnum, en ég hafði allann daginn því að ekki ætlaði ég að fara út úr skólanum einkunnalaus, svo eftir u.þ.b hálftíma bið kemur fjármálastjórinn og samþykkir að eiga við mig orð, og ég byrja að útskýra allt upp á nýtt, en hún er ekkert að hlusta, hún fór frekar að leita að gíróseðli með mínu nafni á til þess að láta mig borga, hún hélt semsagt að hann hefði aldrei verið sendur eða eitthvað! Eftir að hún hafði talað við áfangastjóra og flett mér upp og komist að því að ég væri ekki í verklegum áfanga, þá gaf hún mér stimpil og ég gat náð í einkunnirnar mínar, en fékk ég “Afsakið mistökin þetta gerist stundum í annarlokin” eða eitthvað þvíumlíkt og þegar ég innti hana eftir afsökunarbeiðni þá sagði hún þetta ekki sitt mál og að hún gerði einungis það sem henni væri sagt, þetta voru greinilega mistök af hennar hálfu og til að eiga titilinn fjármálaSTJÓRI skilinn þá hlýtur maður að þurfa að hafa einhverja sjálfstæða hugsun en ekki einungis “gera sem manni er sagt”, og svo ég tali ekki um að hafa einhverja mannsiði og biðjast afsökunar ef maður gerir mistök sem svo bitna á öðrum. Eftir eins og hálfs tíma baráttu fyrir einkunnunum mínum þá steig ég út af skrifstofunni hennar og það var röð af krökkum í sama vanda sem að beið eftir að tala við “fjármálastjórann”, og efast ég ekki um það að þessi dagur hefur verið ágætlega annasamur hjá henni, en ætli hún hafi beðið einn einasta nemenda afsökunar?
Ég hugsa ekki.

-h