Fyrir rúmum tveim árum var ég greind með lesblindu reyndar á frekar lágu stigi en lesblindu engu að síður. Þá var ég 14 ára og hafði ekki hugmynd um að ég væri lesblind. Mér gekk ágætlega í stafsetningu og kunna ágætlega að lesa. Ég harðneitaði þessu og heimtaði að fá að taka annað stafsetningarpróf til að gá hvort þetta væri örugglega rétt. Niðurstaðan kom mér að óvart. Það eina var að ég varð ekki læs fyrr en ég var 9 ára sem er mjög seint.
En eftir greininguna varð ég sammála um að þetta væri líklega rétt. T.d. tók ég eftir því að allir í bekknum mínum voru komnir nokkrum síðum á undan mér þegar við áttum að lesa eitthvað í tímum, ég las oft vitlaust, ég var alltaf síðust í prófum, ruglaði tölustöfum í stærðfræði og framvegis. Ég ákvað því að vera geðveikt “nörd” og læra og læra stafsetningu svo þetta sæist ekki á stafsetningunni minni. ;) Sem er auðvitað einn partur af þeim “feluleik” sem lesblindir eru alltaf í. Passa að enginn sjái þegar maður nær í hljóðspólurnar, þykjast vera búin að lesa eitthvað þegar maður er rétt byrjaður og finna alltaf einhverja afsökun fyrir því hvað maður sé lengi að læra.
Versta stund lífs míns var svo fyrir samræmdu þegar kennarinn las upp nöfnin á þeim sem máttu fá lengri tíma. Ég hélt að ég myndi deyja á staðnum. ;)
Það er staðreynd að lesblinda er fötlun. Ef lesblindur maður myndi taka það fram í atvinnuumsókninni sinni að hann væri lesblindur þá ætti hann mun minni möguleika á starfinu en aðrir. Jafnvel þó hann væri alveg jafn hæfur. Finnst ykkur það ekki ósanngjart? Myndu þið segja í atvinnuumsókn ef þið væruð lesblind?