Nemendamót Verzlunarskóla Íslands verður haldið á Broadway þann 8.
febrúar og byrjar ballið klukkan ellefu um kvöldið, Stefán Hilmars, Egill Ólafs og Raggi Bjarna sjá um að halda verzlingum og öðrum gestum í góðum gír allt kvöldið og fyrir þá sem ekki kunna að meta þá undurfögru tóna sem þessir tónlistar menn framkalla þá verða að sjálfsögðu “standard issue” Dj-ar á þriðju hæðinni. Fyrir ballið er að sjálfsögðu árshátíðarsýningin alræmda (hver man ekki eftir Thriller) og að þessu sinni taka verzlingar “eighties” stemmninguna fyrir og heitir söngleikurinn “Wake me up (before you go-go)” og verða tvær sýningar yfir daginn, önnur klukkan hálftíu um morguninn (!!!) og hin klukkan tvö um daginn. Fyrir verzlinga kostar “pakkinn” 4400 kr. (Ballið 1.800 kr. Sýningin 1.200 kr. og geisladiskur með tónlist úr sýningunni 1.400kr.) Fyrir okkur hin er það 2.500 kr. á ballið, 1.650 kr. á sýninguna og 2.199 kr. diskurinn!! Samtals 6349 kr.