Það sem ég hef tekið eftir að hér á huga er ekkert smá mikið af málfræðivillum. Það er allt frá því að beygja nafnið sitt vitlaust að því að ruglast á 1. persónu fornöfnunum, og það á svona linki sem eru alltaf hér til hliðar. Það er allt of algengt að ekki bara krakkar sem eru bara 10 - 13 séu með einhverjar málfræðivillur heldur líka fólk sem er fullorðið og búið með menntaskól og oft háskóla. Endalaust að gleyma að það sé til þágufall. Skrifar Mig vantar í handklæði. Það á að segja og skrifa mér vantar í handklæði þvó að það er hesti sem vantar handklæði. Svo var það að ég rakst á einhver sem beygði sitt eigið nafn kol vitlaust. Rakel, um rakel, frá rakel til rakelar. Hún hafði víst beygt þetta rakel, rakel, rakeli, rakelar. Rakel er eins í öllum föllum nema eignarfalli. Þetta er dáldið leiðinlegt að sjá þetta og ekki einu sinni að dirfast að hugsa að ég sé einhver íslensku kennari. ekki einu sinni búin með grunnskóla!
Svo eru það i og y. Fólk veit ekki hvenær það á að koma fyrir. Það er ekki mjög erfitt að vita það en sum orð verður maður bara að læra. Y kemur ef u eða o er í skyldu orði eða stofn orðs. Ey kemur ef au er í stofni orðs eða skyldu orði. Ý kemur ef ó eða ú er í skyldu orði eða stofns orðs.
Ekki má gleyma ng og nk. Það er eiginlega fyrsta alvöru reglan sem maður lærir í barnaskóla fyrir utan n/nn reglurnar. Laungu gángarnir. Það eru löngu gangarnir. þetta er ekki erfitt maður verður bara að læra þetta.
Það eru alltaf einhverjar stafesetningar villur ef maður er að skrifa á tölvu. Það er bara þannig en málfræðivillurnar þær koma ekki af tilviljun. Íslenska er erfitt tungumál og erfið málfræði en ef maður vill halda málinu er nauðsynlegt að halda því við. Það er ekki nóg að skrifa alltaf rétt í stafsetningu og fá 10 í öllum stafsetnigarprófum. Það verður líka að skrifa rétt þegar er verið að skrifa á netinu eða eitthvað. Þannig er lífið!!