Það hefur tíðkast í MS eins og í öðrum menntaskólum að gefa út árbók fyrir útskriftanema á hverju ári. Árbók MS-inga heitir Tirnan. Það vildi svo til að þeir sem voru að útskrifast frá MS þetta vor fengu ekki Tirnuna við útskrift…í raun er hún ekki enn farin í prentun! Ástæðan er sú að maðurinn sem tók að sér að teikna skopmyndirnar af útskriftarnemendum stakk af með andlitsljósmyndirnar og helminginn af því féi sem hafði verið greitt fyrir verkið sem er u.þ.b. 300 þús kr. Teiknarinn mætti ekki í vinnu sína, svaraði ekki í símanum eða fór til dyra þegar nemendurnir reyndu að ná í hann. Þegar þetta fréttist varð alveg þvílík óánægja í skólanum. Það var farið til lögreglunnar og reynt að fá þá til að hafa upp á manninum. Athugað var hvort að hægt væri að leggja fram kæru á hendur mannsins vegna fjársviks, en þar sem teiknarinn neitaði að kvitta undir samning fyrir verkið að þá hafa MS-ingar ekkert upp í höndunum nema nótu upp á það að MS-ingar lögðu peninginn á bankareikninginn hans! Það er náttúrlega algjör synd. Þar sem maðurinn neitaði að kvitta undir að þá hefði verið skynsamlegt að snúa sér eitthvert annað áður en að afhenda honum allt. Annað sem er líka frekar fúlt er að maðurinn hafði gefið umsjónarmönnum Tirnunnar loforð um að skila af sér teikningunum innan við einhvern ákveðinn tíma og það eina sem MS-ingar hafa sér til hjálpar ef hjálp kallast er orð á móti orði, loforð og munnlegur samningur sem gerður var við teiknarann. Það furðulegast er og eitt sem hefði átt að hafa gát á er að þessi teiknari er ekki að leika þennan leik í fyrsta skipti við MS-inga. Heyrst hefur að hann hefur einnig gert öðrum skólum þennan grikk. En þá er spurning…Afhverju var hann fyrir valinu?! Þrátt fyrir endalausar kvartanir og léleg ummæli um hann?!
Nú er kominn júlí og útskriftin var í enda maí. Það hefur einu sinni verið hægt að ná sambandi við teiknarann eftir að hann “hvarf”. Eftir ýtarlega leit rétt fyrir próf að þá fundu umsjónarmenn Tirnunnar móður hans. Hún ætlaði að gera sitt besta að ná í hann og það gekk. Teiknarinn varð afskaplega móðgaður að MS-ingar höfðu verið að reyna ná í hann. Þá höfðu umsjónarmennirnir ekki einu sinni fengið að sjá afköstin, ekki eina teikningu! Nú vill móðir hans ekki hjálpa MS-ingum lengur, skellir bara á ef það er hringt í hana í leit af syni hennar. Ætli maðurinn sé búinn að teikna eina mynd? E.t.v. hefur hann líka gert einhverjar villur líka, það þarf alltaf að yfirfara myndirnar og ath. hvort að allt sé rétt.
Það er mikil óánægja á meðal MS-inga og heyrst hefur að fólk vilji fá þetta endurgreitt þar sem engin von er að Tirnan komi einhverntíman út, enda var þetta erfitt tímabil að þurfa borga mikinn pening í allan þennan kostnað, dimmisjónbúninga, akkúrat á því tímabili þar sem allir höfðu minnkað við sig vinnu vegna undirbúnings fyrir stúdentspróf. Kannski sérstaklega þar sem verulega var ýtt á nemendur að borga strax fyrir Tirnuna því að annars myndi hún ekki koma út…Svekkjandi þar sem hún er ekki enn farin í prentun!

Er einhver þarna úti sem getur hjálpað MS-ingum og leiðbeint þeim?
I´m crazy in the coconut!!! (",)