Ég hef tekið eftir því hérna undanfarið, hve mikið hefur verið talað um skólakerfið og hve lélegt það sé og svo framvegis.
Ég hef nú sjálf upplifað grunnskólann á Íslandi jafnt og framhaldsskólann og get því sagt um það hvernig mér fannst skólakerfið standa sig.
Í mörgum umræðum hérna hefur verið sagt að skólakerfið hér sé alls ekki að standa sig og mætti alveg lengja skólaárið o.s.frv.
T.d. í greininni “Hvert stefnir skólakerfið” er mikið sagt að börnin hafi gott af lengingu og miklu meira mætti leggja á þau í samanburði við nágrannalönd okkar.
Í rauninni er þetta algjört bull og vitleysa, maður getur nú ekkert sagt nema maður hafi upplifað skólakerfið annarsstaðar. Nefnt hefur verið að nágrannalöndin séu með miklu lengra skólaár og miklu betri kennslu. Ísland sé bara ekki að standa sig í stykkinu. En er það raun málið?!!?
Ég tel ekki vera svo, nú er ég stödd í Danmörku og hef gengið í skóla hér í tæpt ár og er farin að kynnast skólakerfinu hérna mjög vel.
Í rauninni er skólaárið í Danmörku ekkert lengra en á Íslandi heldur bara yfir lengra tímabil. Taka verður inn í myndina að það er miklu meira um frí hér heldur en á Íslandi, það er vetrarfrí og haustfrí, löng jólafrí og páskafrí og svo fullt af frídögum inn á milli.
Í rauninni kemur það sér mjög vel að fá frí inn á milli heldur en á íslandi þar sem krakkarnir fá aðeins jóla og páskafrí, því að þá fá krakkar ekki svona mikinn skólaleiða.
Aftur á móti tel ég það að lengja skólaárið enn meira á Íslandi bæri í för með sér mikið brottfall úr skóla. Ef að krakkar þurfa að hanga í skólanum nærri því árið í kring, þá býst ég við því að mjög margir myndu ekki nenna þessu og einfaldlega gefast upp. Enda get ég ekki séð að börn myndu græða mikið á að vera lengur í skólanum, mér sýnist nú kennararnir geta farið vel yfir námsefnið á þeim tíma sem þeir hafa og jafnvel verið búnir fyrr, enda hefur það sýnt sig í greinum hérna að margir eru ósáttir við þessa lengingu vegna þess að ekkert virðist vera gert af viti á þessum lengda tíma.
Svo kemur að því að margir segja(fullyrða) að skólakerfið á Íslandi sé alveg út í hött, ekki sé lært nógu mikið og að önnur lönd séu langt á undan í lærdómi, en í rauninni passar það ekki hérna í Danmörku. Mikið er talað til dæmis af dönskum kennurum að mikið aðhald þurfi að aðfluttum íslenskum börnum til Danmerkur, það þurfi meira námsefni handa þeim og erfiðara en danskir jafnaldrar þeirra þurfa annars verði þau bókstaflega eirðarlaus í skólanum. Til dæmis eru börn ekki sett í próf hérna fyrr en í 9.bekk(8.bekkur að dönskum kvarða) semsagt 14 ára gamlir krakkar hafa aldrei farið í próf, það er ekki lagt á þau. Aftur á móti er mikið lagt áhersla á það hér að vera með mikið munnlegt, það mætti alveg taka það til fyrirmyndar í íslenskum skólum. Mikið er um munnleg próf hérna og er ekki farið eftir sama einkunnarkerfi og er á Íslandi, kennararnir gefa einkunnir eftir frammistöðu nemenda yfir allt skólaárið og er ekki einblínt á það hvernig þeim gengur í lokaprófunum. Ef þeim gengur illa til dæmis í prófi í fagi sem þeim gengur oftast mjög vel í, og sækja svo um í framhaldsskóla þá geta þeir fengið umsögn frá kennara sínum að þeim hafi bókstaflega gengið svona illa í prófinu en væru betri í faginu en einkunnin gefi til kynna. Þetta finnst mér að íslenskir skólar ættu að taka sér til fyrirmyndar.
En ég hætti nú að rumsa hér og vona að þið hafið fengið betri innsýn í skólakerfið á Íslandi og í Danmörku.