Góðan dag! Reyndar efast ég um að þið séuð að gera ritgerð núna, flest ykkar að verða búin með skólann. En by the way….
Auðvitað fer þetta soldið eftir því hvort þið séuð að gera smásöguritgerð, náttúrufræðiritgerð eða bókmenntaritgerð. En ég hef skrifað 5 ritgerðir í vetur og svona átti ég að fara að:
# Byrja á því að vekja áhuga á efninu. Eins og t.d. með því að setja einhvern sniðugan inngang og byrja þá frekar vítt, og enda þröngt og koma að efninu. Eða t.d. byrja á því að fjalla um Ísland og eitthvað meira og þrengja svo niður í efnið sem verið er að fjalla um.
# Næst kemur meginmál. Í bókmenntaritgerð er t.d. byrjað á því að segja frá því helsta sem gerist í sögunni, persónu- og umhverfislýsingar, sjónarhóll sögumanns og svo kom eitt sem ég lærði í haust, en það var innri og ytri tími. Innri tími er það hve langan tíma það tekur að lesa bókina eða söguna, en ytri tími er það hvenær bókin eða sagan er gefin út. En í náttúrufræðiritgerðum, eða bara heimildaritgerðum, er farið öðru vísi að. Þá er fjallað um efnið alveg stanslaust, og gripið kannski inn í rannsóknir og fl.
# Síðasti liðurinn eru lokaorðin. Þar dregur þú saman niðurstöður þínar um viðkomandi efni. Í sögum mættiru jafnvel segja hvað þér fyndis að mætti fara betur og hvernig, og hvort þú hefðir leyst vandamál sögunnar betur.
Ef þú skoðar vel sérðu kannski að þetta lítur nokkurn vegin út eins og karamella; Byrjað vítt, þrengist, víkkar aftur og þrengist svo að lokum. Og svo er auðvitað aldrei gaman að skrifa neitt nema að fá einhverja gagnrýni, bæði til þess að sjá skoðanir fólks og hvað hefði mátt fara betur!