Góðan dag/Góðan eftirmiðdag/Gott kvöld kæru Hugar!!!

Ég var að líta í Vesturbæjarblaðið og var mjög svo sleginn vegna viðtals sem var á forsíðu blaðsins að ég var næstum farinn að gráta!
Þetta var viðtal við skólastjóra Landakotsskóla, þar sem ég er nemandi í 8.bekk. Skólinn á við fjárhagserfiðleika að stríða. Skólinn er rekinn með tapi. \"Borgin hafnaði að greiða niður hádegisverð nemenda einsog er gert í öðrum skólum, og að greiða niður síðdegisgæslu og sundkennslu. Þessu var öllu hafnað. Borgin greiðir með hverju barni 220 þús.kr. en það er talið að þessi kostnaður sé um 400 þús.kr. á nemenda í öðrum skólum. Það er ekki hægt að hækka skóla gjöld.
Einkareknir skólar hafa engan rétt á styrk af opinberu fé.
Séra Hjalti Þorkelsson skólastjóri, minn og annara nemenda, segir að ef ekki takist að tryggja rekstrargrundvöllinn muini hann leggja til að skólanum verði lokað vorið 2004.
Ég valdi Landakotsskóla en ekki til dæmis Melaskóla eða Hagaskóla þegar ég fór í gaggó, hefði getað það gerði það ekki. Ástæða þess er að hjá okkur myndast meiri tengsl, bæði milli bekkjarfélaga og milli nemenda og kennara. Þessi skóli hefur starfað í 106 ár, hann á að halda áfram að gera þetta góða starf eins lengi og peningar eru til á þessu landi! Mér finnst líka fúlt að það skuli ákúrat vera vorið 2004, þegar eitt ár er eftir af skólanum, allavegana fyrir mig, og þá þyrfti ég að fara líklegast í Hagaskóla. Ég er ekki að segja að við séum eitt hvað betri eða ríkari en aðrir, t.d. er pabbi minn kokkur. En við erum samt sem áður pínulítið á undan en aðrir skólar, minsta kosti í sumum fögum. Ykkur finnst kanski skrítið af hverju maður vill ekki láta loka skólanum sínum, þó að það sé oft leiðinlegt þá vill maður klára sitt á einum stað.
Ég ætla ekki að lengja þetta frekar.

En mér finnst að allir vesturbæingar hvort sem þeir eru krakkar eða fullornir, með krakka í skólanum eða ekki, eigi að senda Borgarstjóra Reykjarvíkur og formanni Fræðsluráðs Reykjavíkur, jafnvel bara öllum borgarfulltrúum bref eða e-mail og hvetja þá til að styrkja skólann.
Netföngin:
Formaður Fræðsluráðs: stefanjon@rhus.rvk.is
Borgarstjóri: borgarstjori@rhus.rvk.is