Nú hef ég stundað nám við verzló í eitt ár. En nú eftir langar vangaveltur hef ég komist að þeirri niðurstöðu að mig langar að skipta um skóla. Er ekki að fíla mig þarna í Versló. Ég bið þig um þitt álit, ef þú hefur stundað nám við MH, Flensborg? Segðu þína reynslu!!

Versló:
Upphaflega valdi ég Versló vegna bekkjarkerfisins og skólans yfir höfuð þó ég hafði engan áhuga á viðskiptum.Frábær skóli, góð kennsla og mjög góðir kennarar. Félagslífið er fínt en skiptir þig engu máli nema þú sért tilbúin að stunda það að fullu, þ.e. eins og í flestum skólum þarftu að koma þér inn í einhverja klíku leikrit, nefndir eða hvað það nú er til að vita um leynipartýin(þó nokkuð mörg). Þrátt fyrir að vera góður skóli var ég ekki alveg að fíla stemmarann þarna… saknaði kannski bara minna félaga. Þar sem þú ert í bekkjarkerfi umgengst þú að mestu aðeins þína bekkjarfélaga, og ef þú ert ekki að fíla þá í botn(eyðir með þeim dágóðum tíma utan skóla)þá mun veturinn ekki meika það.

Flensborg:
Þar sem ég bý í Hafnarfirði er Flensborg mér sterk í huga. Svona almennt er vont orð á Flensborg, sagt er að þar séu bara krakkar úr Hafnarfirði og enginn metnaður og EKKERT félagslíf í skólanum. En samt sem áður eru flestir bara mjög ánægðir þarna. Fyrir mig er stutt að fara, kannast við flesta krakkana(kostur/ókostur) og ef þú ert með rétta hugarfarið og fílar fólkið þarna trúi ég á að það geti ræst úr skólanum. Þeir sem hafa eitthvað vit á þessu segja að þetta sé mjög góður skóli.

MH:
Þegar ég var í 10.bekk fannst mér skólakynningin hjá mh alveg frábær, mér fannst fólkið skemmtilegt og leyst mjög vel á skólann. Nú hef ég kynnst fólkinu þar og lýst vel á (þó að í einsstaka tilfellum sé fólk að tapa sér í því að rembast við að vera öðruvísi, sem er líklega bara gott fyrir tjáningu). Eins og með alla aðra skóla eru sögur á kreiki, hef heyrt einhverjar sukksögur..dóp, þó ég viti ekkert um það og er líklega ekkert meira en í öðrum skólum.

Veist þú eitthvað um nám þessara tveggja skóla(MH, Flensborg). Skiptir nokkru máli í hvaða skóla þú ert ef þú ert góður námsmaður?Ég meina þetta er allt það sama.

Nú er bara málið hvað á að gera… vera bara í Versló(ég meina þetta er alveg góður skóli og það getur vel ræst úr fólkinu þarna), fara í MH(allir eru að fíla sig vel þar og góð stemmning), fara í Flensborg(góður skóli og fínt fólk, það er alveg nóg, ef þú villt meira félagslíf getur bara reddað þér og fundið einhver partý).