Eldra lið í skólum...
Já, gott og blessað að eldra fólk (fólk sem er ekki á almennum framhaldsskóla aldri) sé að fara aftur í skóla og ná sér í einingar og hugsanlega fara svo í háskóla. Allt gott og blessað með það allt saman.
En vá hvað þetta lið getur verið leiðinlegt mar. Ég var í tíma, kennarinn ekki mættur, 15 mín. síðan tíminn átti að byrja.
Fólk byrjar að tala um að drífa sig út fyrst kennarinn sé ekki kominn, 5 mín. seinna samþykkja flestir að drulla sér út og bíða ekkert lengur eftir kennaranum.
Nei, ekki ætlar þetta eldra lið að skrópa, þau ætla að bíða eftir kennaranum og vinna sér inn stig hjá honum “hey kennari, við vorum eftir og við elskum þig”.
Þannig eru 3-4 aðilar að “skemma” fyrir hópnum. Hugsanlega hljómar þetta barnalega, en það er það ekki.
Þetta lið sem beið þarna eftir kennaranum (sem var orðinn 20 mín og seinn (hann var ekki fjarverandi þennan dag)) má sko ekkert skrópa, nei, best að mæta 100% í alla tíma vikunar og verðlauna sig með ís á laugardagskvöldið með sjálfu sér.
En það skemmtilega við þetta allt saman er að reglan segir að ef kennarinn er ekki kominn eftir 15 eða 20 mín. (man ekki hvort) þá megi allir labba út. Það er akkurat það sem við gerðum.
Ætli þau hafi ekkert pælt í því að stærsti hlutinn af hópnum fær sér bara ís þegar þeim dettur það í hug? Skiptir sko engu máli þó það skrópi eða komi oft seint.
Æi, þið skiljið kannski hvað ég á við, kannski ekki.