síðasta haust þá skipti ég um skóla fór úr bekkjakerfi yfir í fjölbraut. Það er ekkert smá asnalegt hvernig er tekið á móti manni það er eins og að starfsfólk skólans vilji ekki hjálpa manni og vilja halda manni í skólanum eins lengi og mögulegt er. ég er rosalega pirruð því að ég átti að klára núna í vor en af því að umsjónarkennarinn minn hjálpaði mér ekki eins og honum er ætlað þá þarf ég að taka auka önn og útskrifast ekki fyrr en um jólin það sökkar. ég var búin að ákveða að fara í háskólan í haust en það er ekki til í dæminu og einnig það er ekkert víst að ég geti farið í háskólan á vorönn því að það er ekki tekið inn nýja nemendur þá, þannig þegar uppi er staðið þá hefur þessi misstök kostað mig heilt ár sem fer bara í rugl. ég er mjög ósátt og ég veit með vissu að það eru margir sem hafa lent í svipuðu og ég. :0(
þau skilaboð sem ég vildi koma fram með þessari grein var að þeir sem eru að pæla að skipta um skóla sem sagt fara úr bekkjakerfi yfir í áfangakerfi ekki gera það ef þið eigið bara eitt ár eftir, það er ekkert nema pína og leiðindi, sviti og tár
kv. Cameo20