Ég rak augun í spurniguna hérna á síðunni og það vagti mig til umhugsunnar. Spurningin var er gaman að læra? Flestir svara alveg hund leiðinlegt! Þá fór ég að hugsa og kannski get ég fengið fleiri til þess að hugsa með mér, en það mun bara koma í ljós.
Ef það er svona leiðinlegt að læra af hverju fara þá lang flestir í framhaldsskóla? Framhaldsskóli er ekki skilda og það þarf að borga til þess að vera í honum. Ef þér finnst leiðinlegt í skóla þá skaltu ekki fara í framhalsskóla því að það bæði kostar að vera þar og líka ef þér finnst skólinn leiðinnlegur eru meiri líkur á að þú skrópir og þá þarftu stundum að borga líka. Nú hugsið þið örugglega hvað meinar manneskjan? Jú ef þú skrópar mikið fellur þú í mætingareinkunn og það getur leitt til þess að þú verðru rekinn úr því fagi, ef þú ert rekinn úr fagi þarft þú að borga fallskatt og þá ertu að borga extra pening sem þú hefðir getað komið í veg fyrir.
Það ætlar enginn að segja mér að þeir völdu skólann vegna þess að þeir nenni ekki að vinna. Það er bara fávitaskapur og ekkert annað. Af hverju er það fávitaskapur? Jú vegna þess að allir sem fara einhverntíman í nám á hvaða stigi sem það er vita að nám er vinna!!! Þetta er uppáhalds orð kennarana þegar nemendur koma með fullt af afsökunum af hverju þeir gátu ekki gert verkefnin sín en hversu óþolandi sem þetta svar er þegar það er notað svona þá er þetta hreinn og beinn sannleikur.
Svo ég vona að þeir sem sögðu að nám er bara hundleiðinlegt fari núna að hugsa og reyna að bæta sig vegna þess að það er alldrei neitt svo leiðinlegt að þú getur ekki reynnt að breyta því!
Gangi ykkur vel í skóla!
Kveðja Silungur :o)