Ég er orðin svo þreytt á því að sund sé í 9.bekk og gæti gubbað við tilhugsunina á því að vera í sundi í 10. bekk!
Sund er grein þar sem að meira en 50% af 9-10.bekk mætir ekki. Lausn mín á þessu er að hafa sund sem val fag og þeir sem hafa brennandi áhuga á sundi og æfa kannski líka sund geta bara valið sér það!!
Mjög margir sem ég þekki eru spéhræddir og eiga ekki auðvelt með að fara í sturtu með öðru fólki og þannig þeir fara bara ekki í sund. Ég á ekki við það vandamál að stríða.
Sumir hafa falsað miða, sagst hafa gleymt, sagt af þeim liði ekki vel og færu ekki út af því og líka bara skrópað.
Ég er hjá námsráðgjafa og hún sagði mér bara að skrifa til menntamálaráðherra! ég er að pæla í það gera það en ég veit að hann á ekki eftir að hlusta á 14 ára stelpu í gagnfæðaskóla!!! Það er nafnilega ekki hlustað á fólk á aldrinum 0-18 ára, hef aldrei skiliið afhverju en þannig er heimurinn greinilega byggður!
Sund er ekki rosalega nauðsynleg grein í skóla, en maður verður að kunna að synda þegar maður á heima á lítilli eyju úti í atlandshafi, þannig mér finnst að það ætti bara að kenna sund frá 2-7 eða 8.bekk.
Þetta gæti verið út af því að hér á fornöldum hafa llir talið það svo nauðsynlegt að læra sund til að maður drukknaði ekki sem er mjög skynsamt. Í noregi drukkna margir því að þeim var ekki kennt sund. Ekki við ég hafa það þannig á Íslandi!
Ég er orðin þreytt á því að þetta dragi mann sona niður í mætingareinkun!!!!
NIÐUR MEÐ SUND!!!!!