Vandræði
Jæja, ég er víst alveg frábær í að baka mér vandræði. Reyndar eru aðrir nokkuð duglegir við það líka.En jæja svona er í pottinn búið, ÞAð eru tvær stelpur í bekknum mínum sem að eiginlega öllum hinum stelpunum finnast leiðinlegar. Það er ekki því að þær eru nördar eða eitthvað það er því að þær eru algjörar tíkur á hjólum! Þær eru bara geðveikt pirrandi. Maður fær ekki að koma orði að þegar þær eru að tala. Og maður fær ekki að koma nálægt strákunum, því að önnur, köllum hana bara K og hina Þ. Semsagt því að k er alltaf að sleikja strákana upp. ég meina hún er alltaf oní þeim og vill alltaf fara allt með þeim, og hvert sem að k fer fer þ líka! SKo þær fara meira að segja saman á klóið! En okey þessar stelpur eru alltaf geðveikt leiðinlegar við okkur hinar og alltaf ibbandi gogg og þykjast eiga skólann. Og svo núna um daginn fórum við bara að vera bichy á móti!En núna er svona allt orðið aðeins rólegra en k er alltaf hermandi eftir okkur vinkonu minni, ef að ég segi “Kata geturu leikið í dag” þá segir hún það líka. Og hún er avleg ógeðslega pirrandi og leiðinleg tík. Og við vitum eiginlega ekki hvað við eigum að gera. VIð ætluðum nú bara að sýna þeim hvað okkur finnst leiðinlegt þegar þær eru svona leiðinlegar við okkur og skilja okkur útundan (oft þegar þær eru með stelpum úr hinum bekknum ráða þær, þær ráða hver er með í snú snú og það liggur nú bara við að þær ráði hverjir meiga hreifa sig. EF að maður reynir bara að hoppa inn í snú, snúinn (mér finsnt gaman í snú, snú!) þó að manni hafi verið bannað að vera með, þá er bara hætt að snúa!) En þetta er geðveikt pirrandi og við ætluðum bara aðeins að sýna þeim en þær vilja ekki ætta! Hvað eigum við að gera?