Mér finnst svo margir litlir hugarar vera vandræðast yfir því hver þeir eigi nú að fara eftir grunnskólan. Þess vegna hef ég ákveðið að gera smá lýsingu séða frá mér. Tek það fram að þetta eru eingöngu mínar skoðannir:)
áfangakerfi eða bekkjakerfi? Ég myndi segja að helsti munurinn sé sá að í bekkjarkerfi þekkist bekkurinn vel og allir verða nánir, en í áfangakerfi geturu meira valið hvað þú gerir og svona:)
-=MENNTASKÓLAR MEÐ ÁFANGAKERFI=-
BORGARHOLTSSKÓLI
Ég veit nú afskaplega lítið um þennan skóla, nema að hann er áfangaskóli. Get nú lítið sagt ykkur um hann, þar sem ég þekki lítið til hans, en ég held að þetta sé bara svona venjulegur skóli:c) Þeir bjóða upp á margskyns brautir; Almenna námsbraut, bíliðngreina, bóknámsbraut, félagsliðabraut, kvöldskóla, listnámsbraut, margmiðjlunnar-, verslunnar-, hönnunar-, málmiðngreina-, sérnáms-, upplýsinga- og fjölmiðlabraut.
<a href=http://www.bhs.is/index.html>Heimasíða Borgarholtsskóla</a>
FJÖLBRAUTASKÓLINN Í BREIÐHOLTI
FB. Hvað á ég að segja um þá? Örugglega fínn skóli, setja allaveganna upp fín leikrit:) Ég held samt að hópandinn sé ekki upp á marga fiska. Þegar MH keppti við þá í Morfís núna fyrir jól mættu miklu fleiri úr MH í skólann þeirra til að horfa á en úr FB. Ágætlega stór skóli þó, 1400 nemendur.
<a href=http://www.fb.is>Heimasíða FB</a>
FJÖLBRAUTASKÓLINN Í GARÐABÆ
FG, litla verzló. Ef þú komst ekki inn í Verzló, farðu þá í FG… Nei nei, FGingar eru svo sem ágætir. Frábær aðstaða við skólann, og bara ágætis nám. Félagslífið alveg ágætt að ég tel, ef þú fílar snobbið þ.e.a.s. Bjóða upp á HHG, sem þýðir það að þú ert eiginlega í bekk, þrátt fyrir að það sé áfangakerfi í þessum skóla, og tekur stúdent á þremur árum. Eru líka með ágætis hönnunarbraut.
Farðu í þennan skóla ef þú hefur áhuga á ljósabekkjum:)
<a href=http://www.fg.is>heimasíða FG</a>
FJÖLBRAUTARSKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA
Þennan skóla veit ég ekkert um. Jú, það er áfangakerfi…
Boing segir að félagslífið sé svona lala…
heimasíða: <a href=http://www.fa.is>fá</a>
FLENSBORG
Það eru nú ekki allir Hafnfirðingar heimskir… Og örugglega ekki þeir sem eru í Flensborg. Ég einhvernveginn efast um að það séu margir í skólanum sem eru ekki Hafnfirðingar… án þess að vita mikið um það. Þannig að ef að þú ert Hafnfirðingur… nú ætli þú getir þá ekki alveg eins farið í Flensborg.
<a href=http://www.flensborg.is>Flensborg</a>
IÐNSKÓLIN N Í HAFNARFIRÐI
Ef ykkur langar ekki í bóknám en viljið ekki festast í sessi sem starfsmenn á McDonalds (með fullri virðingu fyrir starfsmönnum þar) þá mæli ég með því að þið drífið ykkur í Iðnskólanám. Þið getið farið á hársnyrti-, listnáms-,málmtækni-,rafmagns-,tré og bygginga-, tækniteiknunnar- og útstillingabraut. Voða sniðugt. Og svo er náttúrulega almennilega brautin. Þið ljúkið þessum skóla með sveinsprófi, en getið bætt við ykkur einhverjum einingum upp í stúdentinn ef þið viljið. Aðstaðan góð. Ég veit ekki hvernig félagslífið er þarna, en það er nú eitthvað sameiginlegt með IH og IR.
<a href=http://idnhafn.ismennt.is/index.html>heimasíðan</a >
IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Námsframboðið er eitthvað svipað IH. Veit voðalega lítið um skólann, en heimasíðan er <a href=http://www.ir.is>hérna</a>
MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ
Að sjálfsögðu besti skólinn. Nei, Inga, hættu þessum stælum. Mér finnst skólinn æðislegur, en ég held að þú þurfir að vera svolítið skrítin(n) til fitta inn og fíla\'nn. Félagslífið er hið fínasta, og mikill samstuðningur, t.d. vel mætt á alla atburði og svona:c) Það er mjög skemmtilega stemming í skólanum, t.d. er hin stóráhugaverða borðamenning, þ.e.a.s. að þú átt þitt borð, hvort sem það er á Matgarði eða Miðgarði, með þínum vinum, og ferð eiginlega ekki þaðan.
En eins og ég segi, maður þarf að vera spes til að þrífast þarna:c) Eru með þrjár brautir; náttúrufræði-, tungumála- og félagsfræðibraut, auk þess að vera með IB braut sem er öll á ensku og gefur alþjóðlegt stúdentspróf. Sniðug braut, en mjög erfið.
<a href=http://www.mh.is>heimasíða MH</a>
MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI
Ágætur skóli, hefur þá stefnu að allir nemendur eigi fartölvu, sem ég tel mjög sniðugt. Þarna eru þessar hefðbundnu þrjár brautir, en einnig kokka og bakarabraut. Það er bara kúl að vera á bakarabraut í MK;c)
<a href=http://mk.ismennt.is>MK</a>
-=MENNTASKÓLA R MEÐ BEKKJAKERFI=-
KVENNASKÓLINN Í REYKJAVÍK
Ég held að Kvennó sé bara ágætis skóli. Kósí og sætur. Allaveganna hugleiddi ég alveg að fara í hann. Bekkjarkerfið gerir alla miklu nánari og það er bara eitthvað voðalega fín stemmning í þessum skóla held ég.
heimasíðan þeirra er <a href=http://www.kvenno.is>hérna</a> sennilega ljótasta heimasíða allra framhaldsskóla:) en ágætur skóli samt.
MENNTASKÓLINN Í REYKJAVÍK
Lærði skólinn eða Latínuskólinn. Ég hélt fyrst að þetta væri nördaskóli dauðans, en komst að því að svo er… en það er líka heljarinnar félagslíf þarna. Reyndar var þetta langbesta skólakynningin sem ég fór í. Fékk mig næstum til að skipta um skoðunn… En allaveganna, þetta er mjög fínn skóli, erfiður, en skemmtilegur. Félagslífið er mjög mikið og samstaða meðal nemenda og skólafílingur mikill. Reyndar aðeins of mikill. MRingar eru nefnilega flest allir alveg vissir um að MR sé allra besti skólinn, og hinir allir skólarnir algert drasl… egó…
<a href=http://www.mr.is>Gaude amus igitur</a>
MENNTASKÓLINN VIÐ SUND
Venjulegur skóli fyrir venjulegt fólk… eða æji ég veit það ekki. ég veit nú frekar lítið um þennan skóla… Held að þetta sé svolítill gelgjuskóli(sem er svo sem ekkert slæmt:))
<a href=http://www.msund.is>MS</a>
VERZLUNNARSKÓLI ÍSLANDS
Skóli sem vart þarf að kynna. Hann er dýr og erfitt að komast inn, en fyrir suma er það þess virði. Ég held að skipti miklú máli hvort að þú ert stelpa. Ef þú er stelpa, þá ertu örugglega að fara í þennan skóla upp á félagslífið, og ok, það er fínt… ef þú hefur efni á því að kaupa 89 meikbrúsa fyrsta árið… þau n´stu fer þetta nú batnandi. En ef þú ert strákur þá ertu sennilega að fara í þennan skóla að því að þú ætlar virkilega að verða viðskiptafræðingur eða eitthvað. Ja nú og sumir fara nú bara í hann til að vera með í \“leikritunum\” í Verzló.
<a href=http://www.verzlo.is>www.snobb.is</a