
En úrslitaviðureignir hafa farið svo hingað til (fengið að láni af ruv.is/gettubetur)
Ár - Sigurvegari - 2. sæti
1986 Fjölbrautaskóli Suðurlands - Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
1987 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti - Menntaskólinn við Sund
1988 Menntaskólinn í Reykjavík - Menntaskólinn við Sund
1989 Menntaskólinn í Kópavogi - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
1990 Menntaskólinn við Sund - Verzlunarskóli Íslands
1991 Menntaskólinn á Akureyri - Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
1992 Menntaskólinn á Akureyri - Verkmenntaskólinn á Akureyri
1993 Menntaskólinn í Reykjavík - Verzlunarskóli Íslands
1994 Menntaskólinn í Reykjavík - Verzlunarskóli Íslands
1995 Menntaskólinn í Reykjavík - Verzlunarskóli Íslands
1996 Menntaskólinn í Reykjavík - Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
1997 Menntaskólinn í Reykjavík - Menntaskólinn við Hamrahlíð
1998 Menntaskólinn í Reykjavík - Menntaskólinn við Hamrahlíð
1999 Menntaskólinn í Reykjavík - Menntaskólinn við Hamrahlíð
2000 Menntaskólinn í Reykjavík - Menntaskólinn við Hamrahlíð
2001 Menntaskólinn í Reykjavík - Borgarholtsskóli
2002 Menntaskólinn í Reykjavík - Menntaskólinn við Sund
Telja má að mest spennandi úrslitaviðureignin hafi verið árið 2001 þegar að þurfti fimmfaldan bráðabana til að úrskurða um úrslitin.
Sem dæmi um hve mikið mark skólarnir taka á keppninni, þá hefur þátttökuskólunum fjölgað úr 13 árið 1986 í 27 í ár.
Spyrlar hafa einnig verið margir (Fyrstu þrjú árin voru tveir spyrlar):
Jón Gústafsson (1986), Þorgeir Ástvaldsson (1986), Hermann Gunnarsson (1987), Elísabet Sveinsdóttir (1987), Kristín Pálsdóttir (1988), Vernharður Linnet (1988-89), Steinunn Sigurðardóttir (1990), Stefán Jón Hafstein (1991-94 & 1996), Ómar Ragnarsson (1995), Davíð Þór Jónsson (1997 og 1998) og Logi Bergmann Eiðsson (frá 1999).
Sem dæmi um hve keppnin var lengi að þróast, þá var það ekki fyrr en 1992 sem uppröðunin á púltinu og dómaraborðinu fékk á sig endanlega mynd og hefur haldist síðan, á svipuðum tíma og aðalstef Gettu betur var fundið upp.