Þegar 2 strákar á 18. ári fóru á fund við Markús Örn útvarpsstjóra haustið 1985 hafði varla nokkur maður yfirleitt spáð í það að það ætti eftir að verða eitt vinsælasta sjónvarpsefni á Íslandi. Markmiðið þeirra var að þeir nemendur sem sköruðu fram úr í gáfum í framhaldsskólum landsins fengju að spreyta sig í íþrótt að þeirra skapi, sem átti að verða Spurningakeppni framhaldsskólanna. Þeir bjuggust ekki við því að hann myndi einu sinni sinna þeim, hvað þá nenna að hlusta á hugmyndir þeirra. En viti menn. Það er eiginlega Markúsi Erni að þakka að Gettu betur varð að föstum lið í íslensku sjónvarpi, því honum leist svo vel á hugmyndina að hann setti strax í gang hóp til að vinna að því að skipuleggja fyrstu keppnina, sem markmiðið væri að færi fram í ársbyrjun 1986. Mikil eftirvænting varð til í kringum þetta, og snerist allt frekar um skemmtigildið en keppnina sjálfa (ekki svona rosalegt keppnisskap eins og í dag). Alls tóku 13 lið þátt í fyrstu keppninni en það voru að lokum Fjölbrautaskóli Suðurlands og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði sem komust í úrslit 1986. Endaði sú viðureign með sigri FSU. Þá voru spurningarnar af öðrum toga: Hraðaspurningar voru 150 sekúndur, vísbendingaspurningar gáfu 2 stig og völdu skólarnir sér sinn uppáhaldstegund til að svara og síðan fundu þeir flokk handa andstæðingnum til þess að klekkja á honum. Í lokin var svo myndaþraut með 12 andlitum og þurftu skólarnir að velja á undan þrautinni hvort þeir vildu þekkja 6, 8, 10 eða 12 andlit. Ef liðin gátu svarað öllu rétt fengu þér rétt upptalin andlit í stig og gátu tryggt sér sigurinn eða ekkert ef þeir þekktu ekki nógu marga.
En úrslitaviðureignir hafa farið svo hingað til (fengið að láni af ruv.is/gettubetur)
Ár - Sigurvegari - 2. sæti
1986 Fjölbrautaskóli Suðurlands - Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
1987 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti - Menntaskólinn við Sund
1988 Menntaskólinn í Reykjavík - Menntaskólinn við Sund
1989 Menntaskólinn í Kópavogi - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
1990 Menntaskólinn við Sund - Verzlunarskóli Íslands
1991 Menntaskólinn á Akureyri - Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
1992 Menntaskólinn á Akureyri - Verkmenntaskólinn á Akureyri
1993 Menntaskólinn í Reykjavík - Verzlunarskóli Íslands
1994 Menntaskólinn í Reykjavík - Verzlunarskóli Íslands
1995 Menntaskólinn í Reykjavík - Verzlunarskóli Íslands
1996 Menntaskólinn í Reykjavík - Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
1997 Menntaskólinn í Reykjavík - Menntaskólinn við Hamrahlíð
1998 Menntaskólinn í Reykjavík - Menntaskólinn við Hamrahlíð
1999 Menntaskólinn í Reykjavík - Menntaskólinn við Hamrahlíð
2000 Menntaskólinn í Reykjavík - Menntaskólinn við Hamrahlíð
2001 Menntaskólinn í Reykjavík - Borgarholtsskóli
2002 Menntaskólinn í Reykjavík - Menntaskólinn við Sund
Telja má að mest spennandi úrslitaviðureignin hafi verið árið 2001 þegar að þurfti fimmfaldan bráðabana til að úrskurða um úrslitin.
Sem dæmi um hve mikið mark skólarnir taka á keppninni, þá hefur þátttökuskólunum fjölgað úr 13 árið 1986 í 27 í ár.
Spyrlar hafa einnig verið margir (Fyrstu þrjú árin voru tveir spyrlar):
Jón Gústafsson (1986), Þorgeir Ástvaldsson (1986), Hermann Gunnarsson (1987), Elísabet Sveinsdóttir (1987), Kristín Pálsdóttir (1988), Vernharður Linnet (1988-89), Steinunn Sigurðardóttir (1990), Stefán Jón Hafstein (1991-94 & 1996), Ómar Ragnarsson (1995), Davíð Þór Jónsson (1997 og 1998) og Logi Bergmann Eiðsson (frá 1999).
Sem dæmi um hve keppnin var lengi að þróast, þá var það ekki fyrr en 1992 sem uppröðunin á púltinu og dómaraborðinu fékk á sig endanlega mynd og hefur haldist síðan, á svipuðum tíma og aðalstef Gettu betur var fundið upp.