Já, skólinn er svo sannarlega byrjaður. Ég er nú enn í grunnskóla en lýk honum í vor. Svo trúi ég ekki að ég ætla að neyða mig í framhaldsskóla en ekkert annað er hægt. Annars er maður bara lúser að vinna í fiski. Ég vil það ekki, og það vill trúlega enginn.
Samræmduprófin nálgast og er maður stressaður? Já, auðvitað! Það er líka bara sagt þetta við mann á hverjum degi. Eða allavega við bekkinn: „Ætlið þið ekki að ná samræmdu prófunum? Þá verði þið að fara læra heima!“ Hehe, þetta er sagt á hverjum degi. Ég tel mig vera góðan nemanda. Ekkert algjöran proffa en reyni að ná góðum einkunnum. Náði núna um jólin (jólapróf hjá mér) fullt af sjöum, áttum og níu komma fimmum. Já, ég er léleg í stærðfræði en stefni á tungumálabraut svo ég þurfi ekki að taka mikla stærðfræði í framhaldsskóla. Ég veit að ég þarf að læra fullt af tungumálum þá en það er betra en stærðfræði og þessar raungreinar. Ekki beint mín besta hlið.
En núna er búið að ákveða að hafa samræmd próf í framhalsskólum. Semsagt þegar þeir sem eru á lokaári taka samræmd lokapróf. Og auðvitað í stærðfræði, íslensku, ensku og dönsku. Hmm… ef ég tek bara tvær annir í stærðfræði hvernig á ég þá að ná samræmda lokaprófinu! Ég er nú svolítið áhyggjufull og vil alls ekki eyða mínum framhaldsskólaárum í stærðfræði. Ég get sætt mig við tungumálin, bara ekki stærðfræði fyrir innan minn heila!
Stefnt er að þessi próf byrja í framhaldsskólum á næsta ári. Semsagt, ekki þeir sem eru að útskrifast núna heldur næst! Þetta er virkilega ömurlegt. Voru þið búin að frétta af þessu? Íslenskukennarinn minn asnaðist til að segja okkur bekknum þetta. Helvítis, ég skal sko ********** !
Allavega, vona að ég drepi engan með þessum ömurlegu fréttum…
Kveðja, rakel87