En hvað um það..
Ég hefi gripið til þess ráðs að taka með mér vasadiskó til þess að flýja þetta andrúmsloft auk þess sem ég mæti eins seint og mögulega er hægt. Í morgun sat ég í mestu makindum og fylgdist með leikritinu hér að ofan með glymjandi rokkmúsik í eyrum og þá tók ég eftir einu… hvernig fólk klæðir sig þegar það eru próf. Þetta er alveg bráðfyndið, það er nær ómögulegt að sjá hvort fólk er að fara í langa rútuferð eða í próf, þægileg föt… nammi .. og gos…
Svo þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég var með vasadiskó gat ég ekki séð neinn mun á því hvort ég var á leiðinni í rútuferðalag eða strembið próf.
Góðar stundi
Og að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.