Ég hef orðið svolítið var við það hérna á huga að sumir halda að við séum með svo miklu meira frí en aðrir skólar í öðrum löndum. En frí fyrir krakka í grunnskólunum á Íslandi er bara MJÖG svipað og í öðrum löndum. Frænka mín þekkir konu í Ástralíu og hún fór aðeins að spyrja hana útí fríið í grunnskólum og þegar hún fór að reikna það út þá erum við með mjög svipað frí í heild og krakkarnir þar. Því að þó þau séu með minna sumarfrí þá eru þau líka með eitthvað um 2 vikur í vetrarfrí, og svo auðvitað jólafrí, og svo aftur vetrarfrí held ég og svo páskafrí. Þannig að öll fríin þeirra saman eru svipuð og sumar, jóla og páskafríið okkar (mig minnir að við höfum reyndar verið með eitthvað um viku lengra frí).

Svo líka þetta með að krakkarnir í örðum löndum séu svo oft miklu lengur en við í skólanum, þá þekki ég stelpu í Englandi og hún sagði mér að þau væru alltaf til 4 í skólanum. Reyndar er ég stundum til 4 og einu sinni í viku til 5, en ég var það ekki þegar ég var í t.d. 4. bekk, en þá var hún farin að vera alla daga til 4.
Okkur fannst það rosalega mikið að þurfa að vera til 4 þá, en þegar við töluðum um það þá sagði hún okkur, að það væri samt ekki nærri því eins mikið um að læra BARA í þeirra skóla. En við erum að læra næstum endalaust þangað til skóla lýkur, á meðan þau eru að gera alls kyns hluti með náminu. En ég er nú samt ekki að segja það að ég vildi heldur vinna minna í skólanum og vera lengur, það er betra að ljúka skóla fyrr, heldur er ég bara að benda á það að grunnskólarnir á Íslandi eru kannski ekki svo mikið betri heldur en margir aðrir (þá meina ég meira af fríum og þess háttar).


En auðvitað er Íslandið okkar samt alltaf best í heild!!;)