það er svo gjörsamlega búið að sannfæra mig um það að skólinn sé þrælabúðir! Og hérna koma ástæðurnar!
1) skólinn hérna á Íslandi er vso MIKLU lengri en skólinn eins og til dæmis út í Þýskalandi, frænka mín býr þar og hún fær miklu lengra jólafrí, páskafrí og vetrarfrí og vorfrí, og svo tveggjadaga haustfrí!en hjá okkur erum við alveg ógeðslega lengi í skólanum og af hverju? út af enhverjum foreldrum í RKV sem að vildu hafa börnin lengur í skólanum því að þau gátu ekki haft þau heima!´(ég meina það! Get a life!) og auðvitað fengu þau sínu fram. Skólinn í Desember er oft ekkert nema próf og föndur, hafið prófin í Nóvember og sleppið Desember, því að ef að jólaprófin væru ekki í Desember væri þetta bara eins og í leikskóla! Bara sitja og leika sér!(frekar vil ég vera heima!)
2) oft alveg óþolandi fólk sem að þú þarft að umbera þarna! t.d. einn kennari í skólanum mínum, hann lenti í slysi og er eitthvað furðulegur, og eitthvað er að augunum á honum þannig að þegar hann er að tala við mann og horfir svona á mann þá eru augun í honum svona eins og hann sé að horfa eitthvað upp í heila! ógeðslegt, ef að hann bendir eitthvert í átt til mans þá eru allir alveg “ertu að tala við mig?” alveg ógeðslega pirrandi og ógeðslegt! einu sinni læsti hann heilann bekk inn í kennslustofu á meðan að hann fór og var klukkutíma að fá sér kaffi!
3) stríðni, það er alltaf nóg af henni í skólanum. Maður lifir ekki af einn skóladag án þess að meiða sig eitthvað! alveg ömurlegt!
4) til hvers að læra t.d. Landafræði, við vitum hvað löndin í Kringum okkur heita og einhver framandi lönd sem að eru einhverstaðar út í rassgati, og maður veit að við erum í atlantshafinu nægir það ekki? Til hvers í andskotanum að vita hverjar eru 3 stærstu borgirnar í Noregi eða tvær stærstu árnar í Finnlandi? ég meina það, ég trúi því að stærðfræði sé það eina sem að við komum til með að nota í lífinu, nema þú ættlir að verða prestur eða landkönnuður eða eitthvað, þá ætti bara að vera hægt að panta tíma í þeim fögum!
En þetta eru bar mínar skoðanir, endilega komið með ykkar, en ég nenni ekki að vera að fá eitthvað skítkast og álíka, þannig að þið sem að hafið ekkert að segja nema eitthvað leiðinlegt, endilega sleppið því bara!