Í mínum skóla eru kennararnir allflestir alveg ágætir. Sumir eru frekar skrítnir og sumir eru bara mjög venjulegir. Það er reyndar eitt sem flestir kennarar eiga sameiginlegt eru hvað taugarnar eru lélegar í þeim. Dæmi:
1. Ég var í samfélagsfræði. Kennari okkar náði ekki athygli og bað alla um að þegja. Allt í einu segir einn strákur í bekknum “ þetta er ömurlegt fag ”. Kennarinn tók því svo alvarlega að hann gekk út og endaði með því að við þurftum að skrifa skrflega afsökunarbeiðni!! ( skrítið ).
2. Það var íslenska. Það var stafsetningaræfing. Í æfingunni vorum við að gantast í kennaranum með því að segja t.d. “ er punktur ”, “ geturu endurtekið setninguna ” o.s.frv. Það endaði svo með því að hún stóð upp og æpti “ ÞEGIÐI ÖLL SÖMUL EÐA ÉG… ” svo fattaði hún hvað hún gerði og fór aðeins út úr stofunni til að jafna sig.
3. Það var líffræði. Þetta var síðasti tíminn á föstudegi. Við vorum með smá vandræði. Allt í einu æpti hún á okkur og bað um þögn. Þá sögðum við “ Katla gýs, Katla gýs ” ( Kennarinn hét Katla ). Hún öskraði þá á okkur og við þögðum eftir það.
Já kennarar mínir eru ekkert sérlega góðir með taugarnar. Ef ég fengi að ráða þá myndi ég senda alla í einhverja meðferð sem myndir láta þau þola betur álagið.
Takk fyrir mig
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.