Ég skrifaði þetta fyrst á kork þar sem engin grein var komin…
Ég ætla að byrja á því að óska Hagaskólanum hjartanlega til hamingju með sigurinn. Ég sjálfur var í Ölduselsskólaatriðinu ( vá ! langt orð) og ætla að reyna að vera eins hlutlaus og hægt er. Hagaskólakrakkarnir voru mjög vingjarnlegir við alla í hinum atriðunum, og voru ekki með neitt skítkast eins og sumir við þá. Mér fannst samt ekki að þeir ættu að vinna, því að þótt atriðið hafi verið afskaplega flott (búningar, tónlist og annað) og vel æft, þá fannst mér söguþráðurinn tiltölulega þunnur af leikþætti að vera. Ég ætla ekki að alhæfa um neinn klíkuskap, því að ég veit ekki fyrir víst hvernig málið liggur, en allir sem ég hef talað við segja að þau hafi ráðið professional leikstjóra og fengið pening til að gera atriðið og að borga þeim. Að sjálfsögðu er þetta gott og blessað, en stöldrum aðeins við. Skrekkur á að vera hæfileikakeppni OKKAR, þ.e.a.s. krakkanna og að mínu mati á ekki að vera háð því hver utanaðkomandi leikstjóri er bestur eða hver fær mestan pening. Þar af leiðandi finnst mér keppnin vera farin að fara hálfgert fram á öðrum forsendum en hún átti að vera á upprunalega.
Ég hreint og beint skil ekki hvernig Laugalækjarskóli gat ekki náð sæti, því þeirra atriði var eitt stórt púsluspil sem hefur verið mjög erfitt að púsla saman, svo mikið af tímasetningum og margt að gerast á sviðinu. Svo voru þessi yndislegu smáatriði t.d. þurísinn í vínglasinu. Þetta var greinilega mjög metnaðarfullt atriði á tímabili var maður með gæsahúð.
Þannig að, Hagaskóli með klíkuskap eða án átti að mínu mati ekki að vinna skrekk 2002, vegna þess sem ég hef sett fram, en auðvitað má hver sem er vera ósammála mér, enda eru þetta mínar skoðanir. Ég ætla ekkert að tala um Ölduselsskólaatriðið, vegna þess að þá yrði ég titlaður egóisti en ég ætla að taka tvennt fram
1. Við gerðum þetta allt sjálf, fyrir utan óeigingjart starf kennara, sem hjálpaði okkur með dansanna. Öll grunnvinna, tónlist, handrit og grunnhugmyndir af dönsum var unnin af okkur. Einhverjir á netinu kölluðu þetta atriði hæfileikalaust. Ég kýs að kommenta ekki á það.
2. Repeat after me: ATRIÐIÐ ER EKKI STOLIÐ. ALLS EKKI. ALLS ALLS EKKI. TREYSTIÐ MÉR.
Ef þið hafið nennt að lesa þetta allt, þá tek ég hattinn ofan fyrir ykkur :-)
Því meira sem maður lærir, því minna veit maður
-Sókrates
Því meira sem maður lærir, því minna veit maður