Aðstaða skóla
Ég er í 9 bekk og er alls ekki að fýla minn skóla. Aðstaðan er léleg og ósnyrtilegt. Í frímínútum er í flestum skólum spiluð músík en ekki í mínum skóla það er bannað sem gerir frímínúturnar virkilegar leiðinlegar, við erum ekki með neinn sófa sem hægt er að hlamma sér í, við erum rekin heim ef að við erum í 2 eyðum í röð. Ég meina eiga krakkar sem búa langt frá sínum skóla og taka strætó þurfa að borga 400 krónur fyrir þessar 2 eyður. Þetta er ekki hægt! Við erum ekki með neina skápa fyrir töskuna og skólabækurnar og mér er mjög oft illt í bakinu vegna þess að taskan mín er of þung. Finnst ykkur þetta ekki óréttlátt? Ég er í skóla í Hafnarfirði sem er reyndar að hætta því að það var byggður nýr skóli sem aðeins yngri deidin er flutt í (1-4 bekkur), en þrátt fyrir það þarf ég og fleiri krakkar að vera í gamla skólanum út skóla árið. Og ef að það er rætt um þetta við kennara og skólastjóra þá er alltaf sagt við okkur að á næsta ári förum við í nýjan skóla og þá verði allt nýtt. Klósettin eru ógeðsleg og ég vil svona helst komast hjá því að nota þau og stekk mér því frekar niðrí barnadeild og létti af mér þar:) En hvað finnst ykkur, á þetta að vera svona eða?