ég stend á þeim tímamótum í mínu lífi að ég er að lýk skildunáminu í vor. En þá er það spurningin hvað langar mig að gera ??? Mig langar rosalega einhvert út að læra en er ekki viss um að foreldrarnir sé eitthvað sáttir við það. Fyrst ætla ég líka ða afla mér einhverra upplýsinga um skóla í útlöndum.
Þannig að ég ætlaði að athuga hvort að einhver hérna gæti hjálpað mér eitthvað…
Hefur einhver verið í skóla framhaldsskóla erlendis ef svo er þá endilega láta mig vita hvernig það var og hvaða kröfur maður þurfti að uppfylla. Einnig ef að einhver veit um góðan skóla sem að ég gæti þá aflað mér upplýsingar um. Það myndi gera mér STÓRAN greiða.
ég var reyndar á sýningu á Kjalvarsstöðum þar sem að var verið að sýna arkitektúr. Þar sá ég einmitt skóla út í Þýskalandi sem að heitir Salem International college, hann heillaði mig allveg upp úr skónum ef að svo mætti segja. Ef að einhver veit eitthvað um hann endilega láta mig vita.
Kveðja
HTH2