Jæja núna er ég á öðru ári í frammhaldskóla og stundum hef ég varla hugmynd um hvað maður er að reyna að læra eða hvað maður á að vera að gera. Í byrjun skólans þá byrjaði önnin frekar hægt og rólega en svo byrjaði að taka aðeins á. svo áður en ég vissi þá var ég bara allt í einu komin með allt of mikkla heimavinnu og fór nú aðeins að kvarta í kennurunum sem að settu svona mikið fyrir tíma og sagði þeim að þeir þyrftu að taka aðeins tillit um að maður er kanski með 15-18 einingar (sem er soldið). En þessir kennarar sem að sttu mikið fyrir þeir tóku nú bara ósköp lítið tillit til manns.
Ég held að kennurum fynnst að maður eigi að hafa bara ekkert líf fyrir utan skóla. En þegar að maður er kominn á 17 ár þá er maður ekanski kominn með kærustu og vill nátturulega hitta hana, og svo er maður kanski líka kominn með bílpróf og kaupir sér bíl og þá þarf maður að borga í bílnum og til þess þurfa sumir að fá sér vinnu því að ekki eiga allir ríka foreldra. Og það þíðir nátturulega að maður verður að vinna eitthver kvöld og hefur einfaldlega ekki tíma í að læra. Ef að eitthverjir kennarar lesa þetta þá vona ég virikilega að þeir taka þetta til sín því að þetta er nú einu sinni til þeirra að mestu leiti.
Kveðja Bahamuth