Skjálfti 1 | 2002 verður haldinn 8-10 mars í íþróttahúsi Breiðabliks, Kópavogi.
Mótsgjald er krónur 3500, en þeir sem eru með leikjaáskrift Símans Internets fá 1500 króna afslátt og greiða því 2000 krónur.
Skráning á mótið verður 12-22 febrúar. Við viljum benda fólki á að vera tímalega í skráningu, fjöldi þáttakenda er takmarkaður og færri hafa komist að en vildu undanfarin mót. Breyting verður á skráningu þannig að einstaklingar eru ekki lengur skráðir í Quake/Counterstrike/Unreal, sem þýðir það að þær greinar sem hafa búið við öryggi (fáir leikmenn vs sæti í boði) missa það. Þetta þýðir einfaldlega að það skipti meiru máli að skrá sig fyrr á mótið.
Skráningarkerfið verður eins og á síðustu mótum, fyrst þarf að skrá einstakling á mótið (einstaklingsskráning), en fyrir liðakeppnir þarf að stofna lið, og síðan skrá leikmenn í liðið. Ef það reynist nauðsynlegt að takmarka fjölda liða í ákveðnum greinum gildir sú regla, að þau lið sem eru fyrst skráð komast inn, þau seinustu ekki.
Athygli skal vakinn á nýrri keppnisgrein á Skjálfta: Wolfenstein. Keppt verður í Wolfenstein á sunnudeginum, en þá verður keppni (að úrslitum undaskildum) lokið í Quake, Counterstrike og Unreal. Við hvetjum ykkur því til að taka ykkur saman og prufa leikinn :) Keppt verður í 10-12 manna liðum (semsagt 10 manns lágmark, hámark 12)
Einnig skal athygli vakin á því að þeir sem vilja spila Quake III 1v1 þurfa að fara á pre-qualifier sem þursinn heldur. <a href='http://thursinn.hugi.is/index.php?page=q3&division=duel'>Skráning er hér</a>
Keppt verður í eftirfarandi greinum á mótinu:
Half-life:
- Counterstrike
- Half-Life Deathmatch
- Day of Defeat
Quake 2:
- Action Quake TP
- Action Quake FFA
Quake III Arena:
- Deathmatch Teamplay
- Capture The Flag
- 1 on 1
Unreal Tournament
- Free for all
- CTF
Wolfenstein
- Teamplay (Stopwatch)
Fyrir hönd Skjálftap1mpa,
Bandi