Ok í gær fór ég á skjálfta í fyrsta skipti og varð nokkuð hrifin af því að sjá svona marga á skjálfta og hversu mikil stemning er í þessu.
Ég vissi að vinur minn væri þarna…..sem ég hef ekki hitt í langan tíma…..en þarna sé ég hann og labba til hanns og heilsa uppá hann(í kepni) þannig að ég bíð þangað til að hann deyr og þegar hann drepst þá byrja ég aðeins að tala við hann en allt í einu kemur einhver “fyrir liði” og ýtir mér í burtu og segir að ég skapi ólukku yfir hópinn.
Hvað er málið?
Allt í lagi að eiga sér áhugamál og stunnda það….en að lifa það er allt annað!