
Ástæðurnar fyrir þessu hléi eru margar en meðal annars má benda á að nóvember og desember henta illa undir þessi mót vegna prófa og hátíðahalds eins og sést hefur á aðsókn á þau mót sem haldin hafa verið á þessum tíma. Einnig hefur orðið verið vart við örlitla þreytu í samfélaginu og því kjörið tækifæri til að byggja upp smá spennu fram að næsta móti.
Stefnt er á að halda úti stuttum netdeildum í helstu keppnisgreinum Skjálfta fram að næsta móti og er undirbúningur hafinn.
JReykdal