Ég hef tekið eftir þegar ég ætla að spila JA Academy á netinu að það kemur Simnet server. Það er bara flott mál, en það er samt sumt sem fer geðveikt í taugarnar á mér.
#1: Ég hef leitað um allt hérna á Huga, og sé hvergi kork eða neitt að þéssi server sé auglýstur (ábyggilega týndur í kynlífs korkinum)
#2:Þið eruð með autodownload OFF. Þið eruð með einhverja custom maps og við þurfum að leita af þeim og downloada utanlands til að geta nálgast þau. Það finnst mér mjög slæmt!!!
#3: Svo fæ ég einhverja helvítis villu, loksins þegar ég er búinn að leita að þessu jampx86.pk3 og kotor_flight_school.pk3, þá fæ ég error að vehicle extensions are too long. Hvaða djöfulsins kjaftæði er það? Einhver sem getur hjálpað mér með það???
#4: Hvernig væri að búa til Star Wars leikir á Skjálfta??? Það eru margir Star Wars multiplayer leikir sem hægt er að spila jo, ja, kotor, xwa, xwvs.tf, swg, jk og svo eru nátturulega fleiri leikir að koma.
Þetta er bara mín skoðun, og mér finnst það feitt töff að það sé til rammíslenskur JA server. En það vantar idiot proof guide og fólk veit ekkert af þessu. Og hann er ekki í server listanum, ég er búinn að gá!!!