Farcry heitir snilldar leikur sem kom út á Íslandi á föstudaginn var (26.3.2004) aðeins í DVD útgáfu ,
Hann er ekki síðri í multi en hann er í singleplayer.

Ég spilaði hann mikið á netinu í gær á erlendum server og prófaði þá deathmatch, deathmatch teamplay og Assault. Deathmatch og Deathmatch teamplay er mjög klassískt en mjög skemmtilegt samt sem áður.
Assault er kannski einna skemmtilegast en það er með svipuðu sniði og í unreal Tournement en með nokkrum breytingum samt sem áður.

Það eru tvö lið í þessu og annað verndar meðan hitt gerir árás, Bardaginn er um (oftast 3) flögg eða svæði í borðinu og er aðeins hægt að ná þeim í réttri röð, Verndarar liðið á að koma í vegfyrir að árásarliðið nái þessum svæðum. Árásaraðilarnir ná svæðum með því að snerta flagg og halda því í 10 sec, þá geta verndararnir ekki náð flagginu aftur og verða að einbeita sér að vernda það næsta.

Það eru 3 classar í assault:

Soldier
Eins og má búast við þá er þessi með mesta vopnaúrvalið og byrjar með nokkrar handsprengjur, hann getur td valið P90, M4 assault rifle, MP5 og aðrar góðar,

Support
Þessi class líkist Engineer úr Enemy territory að hluta, en hann getur byggt upp hina ýmsu hluti svosem veggi, turna, byssur og bunkers, og einnig með sprengjur til að sprengja þetta alltsaman.
Það er bara hægt að byggja á föstum stöðum (svipað og í ET) fyrirframákveðna hluti. Einnig getur hann haft medikits og verið einskonar medic í leiðinni, Hann getur líka valið M4 assault í stað medikits.

Sniper
Þessi class hefur sama hefðbundna búnað og hinir (Deagle og sveðju) og getur valið um Sniper eða rocket launcher, og virkar mjög vel sem support, eða til að fæla campara úr holum sínum.

Í flestum assault borðunum eru líka einhver farartæki (non-air) og ávallt vopnuð vélbyssum og eða sprengivörpum, og geta 2-5 verið í þessum tækjum eftir stærð, þau algengustu eru buggy og (opinn)Hummer.

Einn mjög athyglisverður hlutur sem gerir sniperum soldið erfiðara fyrir er að öll vopn með scopi endurvarpa sólarljósi og sjást því oft nokkuð vel úr fjarlægð. Einnig þarf að ná headshot til að drepa menn í einu skoti með sniper.

En öll gamemodinn í honum finnst mér skemmtileg í multiplayer og væri mjög gaman ef landinn byrjaði að spila þetta eitthvað, ég legg til að það verði gerður ffa server til að byrja með og ef aðsóknin verður næg þá bæta við hinum game modes (það er hægt að breyta um game modes og möpp sjálfkrafa með mapcycle config) þannig það þarf ekki endilega að hafa fleiri enn einn server svona fyrst.

Ég tel að Quake, Unreal, Half-life, Counterstrike, Enemy territory og jafnvel battlefield spilarar geti haft mjög gaman að þessum leik í multiplayer og singleplayer og hvet alla til að kaupa hann sem fíla fyrstu persónu skotleiki. Tvö singleplayer demo eru komin á huga og ættu allir að ná sér í allavega það fyrra sem eru ekki tilbúnir að kaupa þessa snilld fyrst.

þess má til gamans geta að Gervigreindin er soldið betri í fullri útgáfunni en demóinu og tvö erfiðleikastig til viðbótar við þau sem eru í demóinu, Einnig mun stærri og flottari texturar í fullri útgáfunni (1024*1024 í stað 512*512 í demóinu) fyrir þá sem geta ráðið við það. Hann virðist líka keyrast soldið hraðar í fullri útgáfunni.

Takk fyrir
Skrekkur aka smashe