Savage: The Battle For Newerth er fyrsti leikurinn frá fyrirtækinu S2Games og það verður að segjast að hann lofi góðu fyrir framtíð fyrirtækisins.Ég og MurK-Gunnar erum búnir að vera spila Savage demoið á fullu undanfarna viku og okkur líkar bara betur og betur við hann. Þetta er online fps leikur sem væri hægt að lýsa sem eins konar blöndu af Warcraft 3 og Tribes/BF1942.

Leikurinn er einfaldur. Það eru tvö lið, hvort með commander sem stýrir liðinueins og um RTS leik væri að ræða(Eins og í Natural Selection). Hann byggir byggingar og rannsakar ný vopn fyrir spilarana. Hann gefur einnig spilurunum skipanir, segir þeim t.d að fara hingað og drepa þennan o.s.frv. Aðrir spilarar í liðinu eru þá á sama tíma að spila leik sem minnir um margt á Tribes/BF1942 nema með tölvutýrðum skrímslum með í
kortinu a la WC3 og MMORPG leiki eins og DAOC/EQ.

Spilarar byrja level 1 og geta orðið allt að level 20 en græða hit points og meira eftir því sem þeir græða reynslu(experience) punkta. Þú græðir reynslu á því að drepa óvina spilara, drepa skrímsli, skemma byggingar og þess háttar. Maður græðir líka pening á þessu öllu og getur þá keypt sér betri vopn þegar maður “spawnar” en á 30 sek fresti birtast allir í liðinu aftur en það eru ekki round eins og í cs. Slíkt kerfi tíðkast
nú þegar í leikjum eins og RTCW og BF1942.

Ég hvet alla til að prufa hann ef ykkur líst EITTHVAÐ á lýsinguna.

Hérna er demoið:
http://static.hugi.is/games/demos/savagedemoin staller.exe
Íslenski Savage demo serverinn er á:
skjalfti30.simnet.is:11235 (Símnet)
Tveir bestu bresku serverarnir:
195.149.21.92:11235 (Jolt
213.221.178.83:11235 (GAME.NET)

hf!
MurK-Ravenkettle
Ravenkettle