Jæja núna er skjálfti að hefjast og allir að æfa sig hvað mest þeir mega!! En hvað gerist helgina eftir skjálfta???? Væri ekki gaman að fara í C-S LIVE?? ekki vitlaust, Ég og félagar mínir í ekki svo góðu clani [xXx] erum að standa fyrir keppni í counter-strike paintball og verður allt gert til að reyna að gera þetta sem líkast leiknum. Keppnin gæti tekið allt upp í 3 helgar (spilað verður á fimmtudagskvöldi og föstudagskvöldi og svo laugardag og sunnudag) ef næg þátttaka verður, annars 2 helgar. Skilyrði eru að þeir sem spila með verða að vera fullra 15 ára og vera í “clani” þar sem leikmenn mega ekki vera færri en 6. Búið er að koma því í kring að verð verði 1990 fyrir alla dagana (ekki þarf að greiða fyrir sitt hvorn daginn) og verður vinningur í boði fyrir 3 efstu sætin. Ætlast er til að hver leikmaður greiði í pott 250.kr og mun potturinn renna til þessa þriggja efstu sæta!
Við erum að reyna eins mikið og við getum að redda sponserum svo hægt verði að hafa þetta aðeins ódýrara en það gengur voða illa en skjár1 eru ábyggilega að fara gefa okkur auglýsingu ekki pottþétt samt!! Kemur í ljós í næstu viku! en fyrir þá sem vilja skrá sig þá er um að gera hafa samband við mig, ég heiti Frikki og þið getið hringt í 6976588, vona að sem flestir hafi samband.
p.s. Fyrir þá sem detta snemma út úr keppninni er keppni um neðstu sætin á minni vellinum og tók ábyggilega ekki fram hvar þetta er haldið en keppnin fer fram á paintballsvæðinu við nýbílaveg. Vonast til að sjá sem flesta. takk fyrir [xXx]