Nú er ég á flugvellinum í Malasíu og hef 2 tíma þangað til ég held í 13 tíma flug til London.
Dagarnir í Bangkok hafa verið mjög skemmtilegir. Við fórum í skoðunarferðir í konungshöllina, kókoshnetubúgarð og flotmarkað. Við fórum líka og versluðum fáránlega mikið fyrir fáránlega lítinn pening.
Í gær fórum við í skoðunarferð á flotmarkaðinn. Við fórum með bát á einni af menguðustu ám í heimi. Markaðurinn var mjög skemmtilegur en það var okrað á öllu þarna. Svo fórum við á Thai sýningu sem endaði með því að allir sem vildu fóru á fílsbak. Í gærkvöldi fórum við svo í hæstu byggingu í Tælandi og hæsta hótel í heimi. Húsið er rúmlega 300 metra hátt og með 84 hæðir. Við borðuðum kvöldmat á 77. hæð.
Í dag skiptist hópurinn í nokkra hluta, eftir því sem hver vildi gera. Ég fór á risastóran markað sem var ekki ósvipaður Kolaportinu, bara 100 sinnum stærri. Ég keypti fullt af dóti á mjög lítinn pening.
Í hádeginu átti hópurinn svo síðustu samverustundina því hópurinn skitpist í nokkra hluta á leiðinni heim. Flestir fara með mér heim í dag, nokkrir verða sólarhring lengur í Bangkok, 6 gista hérna fara til Amsterdam og gista þar og fljúga svo heim og 2 fara til Kaupmannahafnar frá Bangkok.
Mamma ekki hafa kjúkling í matinn þegar ég kem, ég hef étið kjúkling einu sinni á dag í 18 daga.
Arnar Ágústsson í Malasíu.
Meðfylgjandi mynd er af mér í Kumata sem er Japanskur þjóðbúningur og Japana í skátaskyrtunni minni.