
Áramótagleðin hófst strax um miðjan daginn hjá okkur þegar við röltum um svæðið okkar og smökkuðum þjóðarrétti annarra þjóða á torginu okkar. Við buðum upp á íslenska Toro kjötsúpu, harðfisk, Góu karamellur og Opal brjóstsykur.
Eftir smökkunina var svo haldið fótboltamót á torginu okkar og lentu íslensku víkingarnir í þriðja sæti eftir tap gegn heyrnarlausum Tælendingum. En það er í lagi því þetta mót var aðeins til að hafa gaman af. Íslenski hópurinn smitaði mjög út frá sér með leikgleði og öflugum stuðningshóp.
Áramótagleðin hélt svo áfram á torginu fram eftir degi þar sem nokkrar þjóðir sýndu þjóðdansa frá sínum heimahögum. Svo sátu allir á torginu saman og átu flugvélamat.
Í dag er frídagur og hefur hann verið mjög rólegur. Við fórum á ströndina klukkan 7 í morgun til þess að fagna áramótunum heima á Fróni. Eftir 9 fór hópurinn að tínast inn í tjaldbúð og þeir síðustu komu aftur um 12 leytið.
Núna er ekkert að gerast, fólk ýmist slappar af í tjaldbúðinnu, ofurmarkaðnum eða röltir um markaðinn hérna sem er fáránlega ódýr. =)
Ég óska ykkur skátum sem og landsmönnum öllum farsældar á komandi ári um leið og ég þakka fyrir það liðna.
Hvernig var skaupið?
Með kveðju frá Tælandi,
Arnar Ágústsson