Já allt í góðu. Ég var samt elstur í útilegunni og fékk þessvegna að gera skýrsluna með löggunni. Sem var sennilega það vandræðalegasta sem ég hef gert. Sat með tveimur lögreglumönnum á stein og horfðum á ykkur og svona 20 slökkviliðsmenn reyna að slökkva eldinn. Svo var einhver einn slökkviliðsmaður sem var alltaf að syngja, svona skátaandi í honum, raulaði eitthvað: ,,húsið er næstum brunnið, ég er í leiðinlegri vinnu, krakkarnir kveiktu eldinn, ég er voða sveittur"
Mjög skrítinn kall. Kom til mín og lögreglumannanna til að spjalla á meðan logar, svipað stórir og Hleiðra, brunnu á bakvið hann.