Áttu við World scout moot, World scout jamboree eða erlend mót yfir höfuð? Þú þarft allavega í öllum tilfellum að vera starfandi skáti í skátafélagi. Sum félög hafa í gegnm tíðina m.a.s. bara leyft þeim að fara sem hafa mætt nógu duglega og stundað starfið nógu vel, en það er allur gangur á því.
Leitt að það sé ekki skátafélag í bænum þínum, en eins og leikkona benti á gætirðu prufað að fara til Grundarfjarðar ef þú nennir. Að stofna skátafélag er nokkuð mikið vesen, en það væri náttúrulega frábært ef þú gætir safnað hæfu fólki í lið með þér og gert það. Því fleiri bæir sem hafa skátafélag, því betra, segi ég.