Hann er fyrsti skálinn í röðinni “Bæli-Kútur-Þrymur”. Hvíti skálinn sem sést vel frá þjóðveginum. Það er hiti í honum, en það er bara jafn mikill hiti og er utandyra, því ef það er snjór úti þá er líka snjór inni. Svo er einnig rennandi vatn í honum, en það er bara þegar snjórinn er inni og er að bráðna og rennur útum allt gólf. Klósett er einnig í skálanum, veldu þér bara horn.