Ætlaði nú ekki að tjá mig um þetta hér en viljið þið vinsamlegast athuga að vera ekki með meiðandi ummæli um fólk og vísvitandi rangfærslur. Hér eru nokkrar leiðréttingar við umæli sem hafa komið fram;
SSR er ekki gjaldþrota.
Fálkaskátamót hefur verið haldið tvisvar sinnum og verður haldið um miðjan apríl næst.
Bragi hefur setið í stjórn BÍS sem meðstjórnandi 1999-2005 og frá 2005 sem aðstoðar skátahöfðingi.
Það er nú líka svo að við berum ábyrgð á því sem við gerum en ekki það sem ættingjar okkar gera!
Við höfum tvo mjög frambærilega menn í framboði til skátahöfðingja og algjör óþarfi að vera með skítkast og vísvitandi rangfærslur um menn. Höfum umræðuna í skátaandanum.
með skátakveðju,
Jón Ingvar Bragason
formaður dagskrárráðs BÍS