Kæru skátar, að undaförnu hafa nokkrir skátar úr Garðabænum verið að kvarta yfir annalitlu skátastarfi í sumar, sérstaklega fyrir þá sem ekki komust á Roverway. Því ákváðu þessir vaskir skátar að bjóða til miðnætugöngu og eins nætur útilegu við fjallið Vífilsfell.
Við höfum nú þegar kannað svæðið og höfum fundið vænan grasblett sem hægt er að tjalda á, en ef veður leyfir þá ætlum við að gista undir berum himni. Og ekki má nú gleyma útielduninni sem er mikilvægur liður harðkjarna skátastarfs!
Vífilsfell er einungis í 10 mínútna keyrslu fjarlægð frá Rauðavatni og því er ekki svo mikið mál að skjótast aðeins úr bænum og skella sér í þessa göngu/útilegu.
Að sjálfsögðu er þetta óvænt uppákoma og við búumst nú ekki við einhverri heljarinnar þáttöku, en sannir skátar eru nú ávallt viðbúnir! Svo ég vitni nú í hávamál, þá er maður manns gaman og vonumst til þess að sem flestir mæta!

http://www.facebook.com/event.php?eid=112255184634#/event.php?eid=112255184634

http://is.wikipedia.org/wiki/8._%C3%A1g%C3%BAst
Hér er undirskrift..