Hæ þið fjölmörgu sem eruð ekki á Roverway núna…
Hafið þið tekið eftir því að það er ekki nein umfjöllun um roverway í fjölmiðlum, ekki einu sinni litlar neðanmálsgreinar mogganum? (Allavega hef ég ekki tekið eftir því).
Mér finnst alveg verðugt umfjöllunarefni í blöðin að tala um eitt stærsta skátamót íslandssögunnar. Sérstaklega þar sem um 3000 útlendingar komu til landsins og þetta verður því ein stærsta gjaldeyrisinnkoma landsins í langan tíma.
Mér finnst þetta svo frábær kynning á skátastarfi að það er hálf sorglegt að ekkert sé um þetta fjallað.
Nú er til dæmis símamótið í kópavogi búið að fá mjög mikla umfjöllun, en á því eru einungis 1300 þátttakendur, einungis frá íslandi. Svo eru jafn ómerkileg umfjöllunarefni og ástarmál Jessicu Simpson og fleira að rata inna á mbl.is. Mér sýnist þrennt vera í stöðunni: 1)Ég er blindur 2)Fjölmiðlar eru óáhugasamir og mismuna skátun 3)Roverway mótsstjórnin hefur ekki verið nógu dugleg í að auglýsa sig.
Hvert er svarið?
Bætt við 27. júlí 2009 - 14:59
ok ég er mjög blindur. Þetta er út um allt